Monday, February 06, 2006

 

Tap-helgi

Merkileg helgi...
Ég var eitthvað pirraður þessa helgi..
Þjálfaði liðið mitt á laugardagsmorguninn þar sem við töpuðum 3-0 (ekkert rosalega sáttur með það)
Spilaði leik með Nike liðinu á laugardagskvöldið og við töpuðum 3-2 (ekkert rosalega sáttur með það, enda tekinn útaf þegar 5 mínútur voru eftir, vegna þess að ég var farinn að gera mig tilbúinn í að drepa dómarann)
Þjálfaði liðið mitt aftur á sunnudagsmorgninum og við töpuðum aftur 3-1 núna, og ég var núna rekinn útaf...Dómarinn var gjörsamlega þroskaheftur og leyfði allan andskotann á vellinum, einn sparkaði í andlitið á liggjandi leikmanni....(Hressandi að fá rautt sem þjálfari...það fyrsta á þjálfaraferlinum)

Ég er kannski að líkjast Viggó eitthvað. Viggó var leikfimisþjálfarinn minn í Melaskóla og kynntist ég nokkrum köstunum frá honum.......'ÁRNI DRULLAÐU ÞÉR Í STURTU'.....(ég man að hann rak mig heim í öðrum hverjum leikfimistíma fyrir eitthvað álíka heimskulegt og að gefa ekki boltann, þannig að ég ákvað að hætta í leikfimi 9ára gamall, og stóð við það, því ég mætti ekki í einn leikfimistíma frá Janúar frammí Maí þegar ég var 9ára.....Man að það var þvílíkt vesen útaf þessu, mamma og pabbi alltaf á fundi hjá Skólastjóranum og enginn skildi afhverju ég mætti ekki í leikfimi.......Viggó, dálítið sérstök týpa og leiddist ekki að lesa moggann á meðan leikfimistíminn var í gangi....Viggó, algjört fífl, þó að hann sé líklegast ágætis náungi og fínn þjálfari...þá er hann algjört fífl líka.

Hef ekki enn tekið ákvörðun með framhaldið hjá mér.....margir óvissuþættir leysast vonandi á næstu dögum...

Superbowl var líka í gær og skemmtilegasta auglýsingin var hjá Desperate Housewifes þættinum. Auglýsingin var þannig að Shaq var sýndur vera að skjóta körfubolta og svo lýtur hann á myndavélina og segir að hann trúi ekki að xxxxx (einhver persona úr Desperate housewife þáttunum) hafi misst barnið og þurkar tárin niður kinnarnar.....Frekar fyndið.

Budweiser var líka með nokkrar fyndnar auglýsingar. Mér finnst fyndnastar auglýsingarnar þeirra með the Daredevil, sem er í rauninni enginn daredevil.

Later krókódíll
Ljónið
Comments:
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=32523

Nú veit Jolli af þér !!!
 
Það er rétt, er ekki landsleikur á næstunni. Palli, a.k.a. Síðasti Skátinn er nýji umboðsmaðurinn minn, þannig að ég býst við að hann verði í sambandi við landsliðsþjálfarana. Nú er bara spurning hvort KSÍ hafi efni á mér?

kveðja
Ljónið
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?