Friday, March 10, 2006

 

MGM (Las Vegas)

Hér er Mynd frá MGM Grand í Vegas í fyrra og sýnir ljónið á ljóninu (mgm) þegar ég og Don Petro vorum rauðir og svartir á götum Las Vegas í heila fimm sólarhringa (mæli ekki með því, helgi er nóg)

Nú er komið að því...Vegas á morgun....og kominn þokkalegur Verslunarmannahelgar fílíngur í mig.....ég þarf að vinna frá 8 til klukkan 4 á morgun, svo þarf ég að koma mér útá flugvöll fyrir klukkan 6 því flugið mitt er rúmlega 6....þannig að þetta verður eitthvað tæpt...eins og það á að vera..Smyrja samlokur og kaupa bjór í nesti er nauðsynlegt........Ég lendi í Vegas um átta leytið og Laubbi verður víst kominn þangað um hádegi, þannig að hann verður búinn að landa öndvegis-súlunum og merkja svæðið....ég mæti bara með gítarinn og byrja að performa....(að vísu er ég ekki með nýtt prógram, enda lítið spilað undanfarna mánuði, programmið mitt verður bara sambland af því sem ég man,....(væri gott að hafa Munda til að grípa inní, Paradize City)...Mundi væri líka góður í að setja hátíðina nakinn.

Annars er spáð ömurlegu veðri í Vegas þessa helgi og hitinn um 20 gráðum undir meðallagi......en við ætlum ekki að láta það stoppa okkur frekar en fyrri daginn..ef við hefðum alltaf farið eftir veðurspám í ferðalögunum okkar þá hefðum við líklegast aldrei farið neitt. Annars held ég að við höfum aldrei farið í ferðalag án þess að veðurspáin sé slæm, en svo hefur alltaf verið sól og sumar þar sem við höfum verið ((((((((Flúðir 2002 eru undantekning, þar sem ekki hætti að rigna allan tímann, Eddi var fitness meistari helgarinnar (fékk farandsbikar) og Siggi kúkaði í bílinn,,,!!!! ÞAÐ VAR SÉRSTÖK HELGI))))))))))....svo held ég líka að okkur verði nokkuð sama um veðrið á meðan við verðum þarna....
Þemað verður 'Miami Vice, Leður og Slagsmál. Nafnspjöldin eru klár og partýgallarnir sömuleiðis...laubbi verður í hvítum dansgalla og ég í svörtum leðurgalla..veit ekki í hverju aðrir verða en þeir eiga vafalaust ekki eftir að fitta inní....


Góða helgi og lengi lifi rokkið.

Red Lion





Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?