Thursday, March 02, 2006

 

Rauða Ljónið

Úr því ég er byrjaður að tala um rauð spjöld þá ætla ég að rifja upp nokkur sem ég man eftir að hafa fengið..(semsagt þau rauðu spjöld og gulu sem sitja eftir)...Ég hef líklegast fengið yfir 40 rauð spjöld á fótboltaferlinum....og ég gæti farið langt hærra ef ég ætti að fara telja upp rauðu spjöldin úr handboltanum líka..(man eftir einu fyndnu þegar ég var ekki ánægður að fá ekki aukakast, þá í stað þess að setja boltann niður og hlaupa í vörnina, þá kastaði ég boltanum upp í rjáfur þar sem hann festist og ég fékk tveggja mínútna brotvísun að launum).

1. Fyrsta rauða spjaldið fékk ég 7 ára á Valsvellinum þegar ég var að spila með 6.Flokki B í KR í Reykjarvíkurmótinu ..Einn í Valsliðinu (sem var líklegast 2 árum eldri) náði af mér boltanum með því að ýta mér áður en hann tók boltann af mér.......Ég að sjálfsögðu ákvað að hlaupa á eftir honum og sparka hann eins fast og ég gat niður aftan frá.....Strákurinn fór að væla og dómarinn sendi mig útaf (þjálfarinn, SIggi Helga, var beðinn um að láta mig ekki inná aftur)

2. Var í 3.flokki og var að fá langa sendingu frá vörninni þegar ýtt var á bakið á mér og ekkert dæmt, þá hljóp ég á eftir boltanum, sem var í leik, og tók hann upp með höndunum og sparkaði honum yfir girðinguna á Flyðrugrandanum....(ha ha ha, þokkalega pirraður leikmaður)
NIÐURSTAÐA; BEINT RAUTT OG TVEGGJA LEIKJA BANN

3. Var að spila með ÍR í fyrstu deildinni á móti Val...Sigurbjörn Hreiðarsson náði boltanum af mér, ég hljóp á eftir honum og náði boltanum (löglega) af honum, en hann lét sig detta og öskraði..Dómarinn flautaði aukaspyrnu, ég var ekki beint sáttur og ákvað að sparka boltanum eins fast og ég gat í dómarann, ég sparkaði beint í hægra hnéið á honum og hann flaug á hausinn og allt Valsliðið varð alveg vitlaust.....Dómarinn vissi ekki hvað hafði skeð, stóð upp og gaf mér gult spjald (ha ha ha ha, með betri gulu spjöldum sem ég hef fengið). Í hálfleik kom dómarinn til mín og sagði að mestu mistökin hans í leiknum væru að hafa ekki gefið mér rautt spjald og næsta brot, þá myndi hann senda mig útaf).
NIÐURSTAÐA; GULT SPJALD, og því miður tók Gummi Torfa mig útaf í byrjun seinni hálfleiks til að koma í veg fyrir að ég fengi rautt. Annars hefði mér pottþétt tekist það.

4. Spilaði einhverntímann með Fram í 2flokki á móti KR (mínum gömlu félögum) og lenti í slag við annan rauðann (Egil Skúla) á fyrstu mínútu seinni hálfleiks...Ef það hefðu verið veðbankar hverjir fengju rautt fyrir þennan leik þá hefði sá sem hefði veðjað á okkur tvo að fara útaf líklegast þurft að borga aukalega..(það voru örugglega yfir 100% líkur á að annar okkar fengi rautt í þessum leik).
Niðurstaða; Báðir fengum beint RAUTT og tveggja leikja bann.

5. Svarta músin commentaði á eitt atvik sem ég var búinn að gleyma í boltanum. Þá var ég að spila með Gonzaga á móti einhverju liði og einhver feldi mig, ég tók upp boltann og kontraði hann beint í rassinn á dómaranum.
Niðurstaða: Ekkert spjald en ógeðslega fyndið..

Annars er ég mjög rólegur að eðlisfari,

Rauða ljónið
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?