Monday, March 27, 2006

 

Skoðun Ljónsins

Sælir lesendur ljónsins, bloggið búið að vera hálf-lamað og lélegt undanfarnar vikur. Ljónið búið að vanvirða lesendur sína og bloggmennskuna.

Allavega, nokkur mál eru búin að vera efst á baugi hér í USA undanfarið sem eru búin að fara dálítið í pirrurnar á ljóninu.
Fyrst er það málið að USA er að yfirgefa ICELAND. Herinn er loksins á förum og ég er viss um að sumt að fólkinu sem mótmælti komu hersins á sínum tíma er á móti því að herinn sé að fara...:::J
Skoðun Ljónsins: Ágætt að losna við Bandaríska herinn, fáum Víkingasveitina okkar til Keflavíkur og stofnum nýjann her. Vopnum Víkingana með Spjótum, Sverðum, Brynjum og Víkingahjálmum....Það væri töff, og setjum af stað markaðsherferð sem sýnir nýja bardagatækni í heiminum, engar byssur, engar sprengjur, engin efnavopn, engin kjarnorkuvopn.......Herferðinn myndi vekja þvílíka athygli að heimurinn myndi flykkjast til Íslands til að bera herinn augum, og styðja málefnið..ICELAND GOES BACK TO THE ROOTS: ----Niðurstaðan yrði meiri peningur í gegnum túrista heldur en USA herinn kemur með í dag til íslensks efnahagslífs.

Annað mál sem hefur meiri direct áhrif á ljónið...Nýjasta sem yfirvöld í USA, Texas nánar tiltekið er að setja undercover löggur inná bari til að handtaka drukkið fólk, það er fólk sem under the influence (public intoxication)...átakið er sett af stað til að koma í veg fyrir að drukkið fólk geri eitthvað álíka heimskulegt og að keyra drukkið::::J
Ef þetta verður að alsherjar átaki í kringum öll bandaríkin og öll Fylkin þá held ég að ég verði síbrotamaður og eigi eftir að fara í enn fleiri lögsóknir og fangelsisvist jafnvel yfir höfði mér.
Skoðun Ljónsins: Bandaríkjamenn eru algjörir snillingar í að banna hluti. Til dæmis má ekki sýna next í sjónvarpinu, kvennmannsgeirvörtur eru argasta klám hérna í USA og alltaf blurrað fyrir þegar kvikmyndir hafa next (eða hreinlega klippt út) ---með þessu klámbanni hefur Bandaríkjunum tekist að skapa stærsta markað fyrir klámi og kynferðisafbrotum í heiminum...Menntaskólastrákar fá úr honum ef þeir sjá brjóst á stelpum og skammast sín svo mikið vegna þess að þeir svipta um gír og ákveða í staðinn að nauðga stelpum með því að gefa þeim svefnlyf eða setja á sig grímur og gera það með afli.
Þetta ‘bannað að vera drukkinn’ bann á eftir að hafa svipaðar afleiðingar, alkahólismi á eftir að aukast, krakkar eiga eftir að byrja drekka yngri og það verður meira spennandi að vera blindfullur (vegna þess að þú ert að brjóta lögin)........svo eiga einhverjir sniðugir (að þeirra mati) eftir að fara á milli bara á ímyndunarfylliríi til að sjá hvort þeir verði ekki handteknir ......Og þá á fólk ekki eftir að nenna sækja bari lengur vegna þess að það verður svo leiðinlegt.......
George Bush á pottþétt eftir að reyna enforce þessi lög, enda týpískur fyrrverandi alki, fann ljósið, guð í nærbuxunum sínum og allt það bullshit...okay farðu í meðferð en ekki reyna að fá alla hina í meðferð.....Ég ætla allavega ekki að vera í bandaríkjunum lengur ef þessi lög taka gildi...

Þriðja málið: Ljónið þarf að taka ákvörðun í þessari viku hvort það verði boltinn með Timbers, Nike eða eitthvað annað, jafnvel að skella sér heim til Íslands í sumar. Miklar vangaveltur, fundir og erfiðar ákvarðanir fyrir höndum...Allt hefur sína kosti og galla..
Skoðun Ljónsins: Lífið er fullt af léttum og erfiðum ákvörðunum og loka ákvörðunin er alltaf sú rétta. Mottó, Ef þú ætlar að gera eitthvað, gerðu það og gerðu það best.

Þetta var sunnudagshugleiðingin mín, enda í fyrsta skipti í nokkrar vikur þar sem ég átti day off og gat gert það sem hugurinn lysti, engir fótboltaleikir að þjálfa eða spila (að vísu er Nike leikur í kvöld en ég tók mér frí, enda bara æfingaleikur og mér leiðast æfingaleikir—þegar maður er að spila 1-2 leiki í viku allt árið þá eru æfingaleikir algjörlega tilgangslausir). Leigðum okkur video spólu um helgina, Derailed (Jennifer Aniston) og Caputo og horfðum að sjálfsögðu ekki á þær frekar en fyrri daginn (núna er aðalmarkmiðið að skila þeim áður en við fáum sekt, annars er ég alltaf stoltur þegar ég er að styrkja Video iðnaðinn, þetta er hægt deyjandi industry og maður á að njóta þess að sjá hann deyja. Framtíðin verður allt annað hvort keyptar myndir eða leigðar í gegnum sjónvarpið...Video leigur er history.

Friður,
Rauða Ljónið
Comments:
djöfull lýst mér vel á þennan her - where do I sign up???
 
Ég set þetta í gang í sumar. Upplýsingar um sign up verða á ljóninu innan skamms...Það er eins gott að þú sért tilbúinn í 10kg sverð og tilbúinn að svitna, hlaupa og berjast fyrir málstaðinn...
kveðja
Ljónið
 
Ætli G.Bush sé að reyna sporna við atvikum eins og þegar við hittumst á Baldursgötunni eða þegar við tókum eitt gott rölt niður í bæ síðla nætur og kíktum við hjá Kristni formanni og fengum ýmislegt lánað ??

Þurfum engan her, how are we kidding? Ef okkur vantar her þá kaupum við hann bara, gætum t.a.m. yfirtekið danska herinn bara, örugglega jafn illa rekið batterí eins og allt annað í Danmörku, enda húðlatir andskotar.

LEgg til að the Lion goes Pro og vinni einnig í NIKE, segir bara við þjálfarann ef hann er með eitthvað issue við að þú vinnir með þessu "HEY I know what the fuck I´m doing, this is the Icelandic way i.e. work hard and play hard"
 
Get ekki lifað double life...langar það að sjálfsögðu...vandamálið er að vinnulög-gjöfin hérna í USA bannar erlendum pro-sport players að eiga business eða vinna annars staðar. Verð að velja og/eða hafna. Skýrist á næstu dögum hvað ég geri...Langar líka dálítið heim til the land of the ice and snow, 7ár í USA er þokkalegt.
ROKK OG RÓL,
RAUÐUR
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?