Monday, May 01, 2006

 

1 maí

Props up fyrir Kobe Bryant, ógeðslega góður í körfubolta og sigurkarfan í dag á móti Phoenix var ótrúleg....Ef ég væri Lakers maður þá væri ég sáttur....Phil Jackson kann þetta betur en flestir, nú þurfa þeir bara að losa sig við Kwame Brown og láta Turiaf spila og þá er ég orðinn Lakers maður...Adam Morrison til Lakers....

Annars eru þær fréttir helstar hér að einn góður vinur minn, J-Mac, sem býr hér í Portland vann sér ferð til Þýskalands á HM í sumar....málið er það að hann vinnur fyrir Adidas, Adidas fyrirtækið hélt fótboltamót undanfarnar tvær helgar hérna í Portland fyrir starfsmenn Adidas um öll bandaríkin, 5 á móti 5 (og hvert lið varð að innihalda 1 kvennmann að minnsta kosti). TIl að gera langa sögu stutta þá unnu þeir mótið og sigurlaunin er 2 vikna ferð á fullum launum (og ekki tekið inn sem sumarfrí) til Þýskalands í sumar með öllu uppihaldi og flugi og miða á fjóra leiki á HM.....Ekki leiðinlegt fyrir hann og hina fjóra vinnufélaga hans.......Hann var líka á eyrunum alla helgina að halda uppá þetta......

Afmælishelgin var ágæt og nóg um að vera.
Að vísu er ég á hálf-vonsvikin vegna þess að Rooney meiddist, núna er Joe Cole eini maðurinn sem getur reddað þessu fyrir England....enn eitt vonbrigða HM fyrir England í vændum????
Skiptir mig annars ekki miklu máli, ég held með Argentínu í sumar og einnig frændum okkar frá Svíþjóð....Larson klikkar ekki.

Kveðja
Red
Comments:
það gengur náttúrulega ekki að halda með svíþjóð, það er svona svipað og að halda með þýskalandi
 
Black Mouse,
Ég hélt nú að þú værir orðinn gallharður Svía maður: ég hef sagt það áður að ég held meira með mönnum heldur en liðum og Larson er skemmtilegur leikmaður sem ég fíla.........Þýskaland er leiðinlegasta land ever, og þeir spila svo leiðinlegan bolta..Ballack er ofmetnasti leikmaður heims um þessar mundir, hann á eftir að kúka í sig hjá Chelsea...

Friður,
RED
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?