Tuesday, April 04, 2006

 

Ljónið í sprettum

Sem nýjasti Track and Field þjálfarinn í USA þá er ég nokkuð flottur í dag...stefni á að fá mér þröngan hlaupagalla, hlaupaskó með göddum, og sólgleraugu með rauðum bláum og hvítu gleri.....ég verð nokkurskonar, rauður svertingi án gullkeðja.

Annars er það að frétta að ég er enn í NIKE og hef ekki enn ákveðið hvort ég spili með Timbers í fótboltanum, ég spilaði tvo æfingaleiki með þeim um helgina og gekk ágætlega..Ég veit samt ekki hvort að ég nenni að skuldbinda mig til að spila fótbolta þangað til í Octóber hér í USA, ég get ekki unnið og spilað bolta.....og svo gæti verið að mig langi heim til Íslands í sumar, Ísland er jú samkvæmt stuðmönnum 'land tækifæranna' og það væri ekki leiðinlegt að koma heim í sumar ...............,,,,þetta er allt í vinnslu ennþá, vega kosti og galla......

Frjálsíþróttaæfing klukkan 7am í fyrramálið, 20 krakkar á aldrinum 14-17 ára þurfa að treysta á snilldar-reynslu og hæfileika mína í því að þjálfa í greinum eins og spjótkasti, stangarstökki, 100m hlaupi (ég kannski ekki þekktur fyrir að vera sterkur á því sviði), kúluvarpi og sleggjukasti (ha ha),,,,,,---Fyrsta mótið er næsta fimmtudag og ég ætla pottþétt að láta LULLU taka myndavélina á það.....kallinn ekki bara að fara í sitt fyrsta frjálsíþróttamót á ævinni, heldur er ég hvorki meira né minna en aðalþjálfarinn (shitturinn..þetta er rokk and roll).......

Þetta kallar maður allavegana að skella sér útí Djúpu Laugina, nú er bara að sjá hvort ég syndi eða sökkvi.

Keep on running,
Rock on
Ljónið
Comments:
koddu bara heim á klakann....heima er best:) söknum ykkar lullu...
leynilegur aðdáðandi xxxx
 
Takk fyrir, vonandi komum við heim, í það minnsta í heimsókn..
kveðja
Red
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?