Sunday, April 09, 2006

 

Sólin

Wazzup,

Búin að vera crazy sól hérna undanfarið og hlýindi, allt orðið grænt og fallegt...og...ég (sem hef ekki verið þekktur fyrir að vera mikill sólarmaður) er ekkert alltof ánægður með það og er þaraf leiðandi búinn að vera með Derhúfu alla vikuna til að forðast sólina.(leiðinlegasta sem ég veit um er að brenna)........

Ég var að spjalla við einn starfsfélagann minn hjá Nike um sólina og UV geislun og húðkrabbamein og hann heldur því fram að sólin hafi ekkert að gera með húðkrabbamein, hann er ein af þessum týpum sem er þvílíkur umhverfisverndarsinni og hjólar í vinnuna, hleypur í hádeginu, borðar alltaf máltíðir með einhverju grænu og drekkur líklegast heilt stöðuvatn á viku af vatni. (ég held að hann fasti líka alltaf einu sinni á tveggja vikna fresti einhverra hluta vegna)

Allavega, hann er semsagt ógeðslega hress týpa........og lýtur á það sem verri glæp að henda plastflösku í ruslið heldur en af maður myndi handleggsbrjótann og stela hjólinu hans (ah, það er nátúran að verki,,,shit)

Ætli þetta sé rétt hjá honum, krabbamein hefur ekkert með utanaðkomandi hluti að gera, bara mataræði og það sem maður lætur oní sig???????

Ice Cube er með tónleika hér í Portland á Afmælisdaginn minn April 28. -------Hann er flottur, jafnvel að ég skelli mér, Sigurrós er líka hérna í byrjun Maí (geri ekki ráð fyrir að fara)...

Annars er ég búinn að fara einu sinni í bíó síðan ég flutti hingað síðasta sumar (Walk the Line) og hvorki meira né minna en ZERO tónleika (búinn að missa af Franz Ferdinand, Sigurrós, Modest Mouse, ofl.ofl......) Maður er ekki búinn að vera að standa sig í þessu.......Annars gæti verið að ég sé að fara á Hróarskelduhátíðina næsta sumar ef ég verð á Íslandi, búinn að fá miða gefins (þarf bara að redda mér þangað)...TEKUR MAÐUR EKKI BARA Bátinn.

Þetta var sunnudagshugvekjan...Track seasonið er á fullu og búið að vera erfitt að venjast því að byrja að þjálfa klukkan 6.30 alla daga vikunnar, sérstaklega þar sem ég er að þjálfa fótboltaliðið mitt til 10 á kvöldin þrisvar í viku....þannig að nætursvefninn er eitthvað að styttast hjá kallinum.
2 leikir hjá U-17 ára liðinu mínu um helgina, State Cup - spiluðum í gær og töpuðum 2-1 (varnarmistök) og ég varð að senda einn heim í hálfleik (einn sem er frekar klikkaður í skapinu) Leikur á eftir og svo er ég sjálfur að spila leik í kvöld....rokk og ról

Kveðja
RED BASTARD
Comments:
össs ég sé þig á roskilde melur!!
 
Rock on,,,,,,
eg verð rauður með skegg, alsber og tilbúinn í hvað sem er...rokkið er bara til þess að gleyma því...

Rauða Ljónið,
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?