Monday, April 03, 2006
Track and Field
Ljónið er búið að koma sér í mestu vitleysuna hingað til núna.
Málið er það að ég var beðinn um að taka að mér verkefni hjá High School-inu sem ég þjálfa stelpufótboltaliðið....Frjálsíþróttaþjálfarinn hjá Skólanum varð að hætta fyrirvaralaust vegna veikinda og frjálsíþróttaliðinu vantar þjálfara sem getur hlaupið í skarðið eins fljótt og mögulegt er.....
Þeir höfðu samband við mig á föstudaginn vegna þess að ég er inní kerfinu hjá skólanum (búið að taka fingraför, sakaskrá og allt það kjaftaæði sem tekur vanalega um 2-3 vikur að gera klárt) og báðu mig að taka við liðinu og sjá um frjálsíþróttaæfingar næstu vikurnar....Ég sagði þeim að ég hefði aldrei þjálfað frjálsar áður en sagði að líklegast væri þetta ekkert flókið og ég gæti líklega skellt mér í þetta og reddað þeim þar sem æfingar eru klukkan 6.00 á morgnana Mánudag til Föstudags..........Þeir voru svo ánægðir að ég gæti þetta að þeir bara smelltu þessu í gegn og ég var með fyrstu æfinguna mína í dag (sunnudagur)
Það sem ég komst að er að þetta er aðeins flóknara en ég gerði mér grein fyrir....Nokkrir hlutir sem ég komst að í dag sem ég á eftir að lenda í dálitlum vandræðum með.
1. Hluti af þjálfuninni er að þjálfa spjótkastara (og ég hef aldrei kastað spjóti á ævi minni)
2. Hástökk (einu kynni mín af hástökki eru úr leikfimi í Melaskóla, og ég mætti aldrei í leikfimi í Melaskóla)
3. 4x100 metra hlaup er ekki eins einfalt og það lýtur út fyrir að vera á Olympics (það er viss tækni að koma keflinu á milli manna ofl.)
4. Hvernig í andskotanum á ég að halda úti 90mínútna æfingu á hverjum morgni í 6 vikur????????
Þannig að næstu vikurnar verða spennandi, á ég eftir að skapa nýja Marlene Ottee eða Carl Lewis....eða nýjan Einar Vilhjálmsson...ha ha ha ha...þetta verða fyndnar vikur og skemmtilegir morgnar vonandi.
PEACE OUT,
BEN JOHNSON
Málið er það að ég var beðinn um að taka að mér verkefni hjá High School-inu sem ég þjálfa stelpufótboltaliðið....Frjálsíþróttaþjálfarinn hjá Skólanum varð að hætta fyrirvaralaust vegna veikinda og frjálsíþróttaliðinu vantar þjálfara sem getur hlaupið í skarðið eins fljótt og mögulegt er.....
Þeir höfðu samband við mig á föstudaginn vegna þess að ég er inní kerfinu hjá skólanum (búið að taka fingraför, sakaskrá og allt það kjaftaæði sem tekur vanalega um 2-3 vikur að gera klárt) og báðu mig að taka við liðinu og sjá um frjálsíþróttaæfingar næstu vikurnar....Ég sagði þeim að ég hefði aldrei þjálfað frjálsar áður en sagði að líklegast væri þetta ekkert flókið og ég gæti líklega skellt mér í þetta og reddað þeim þar sem æfingar eru klukkan 6.00 á morgnana Mánudag til Föstudags..........Þeir voru svo ánægðir að ég gæti þetta að þeir bara smelltu þessu í gegn og ég var með fyrstu æfinguna mína í dag (sunnudagur)
Það sem ég komst að er að þetta er aðeins flóknara en ég gerði mér grein fyrir....Nokkrir hlutir sem ég komst að í dag sem ég á eftir að lenda í dálitlum vandræðum með.
1. Hluti af þjálfuninni er að þjálfa spjótkastara (og ég hef aldrei kastað spjóti á ævi minni)
2. Hástökk (einu kynni mín af hástökki eru úr leikfimi í Melaskóla, og ég mætti aldrei í leikfimi í Melaskóla)
3. 4x100 metra hlaup er ekki eins einfalt og það lýtur út fyrir að vera á Olympics (það er viss tækni að koma keflinu á milli manna ofl.)
4. Hvernig í andskotanum á ég að halda úti 90mínútna æfingu á hverjum morgni í 6 vikur????????
Þannig að næstu vikurnar verða spennandi, á ég eftir að skapa nýja Marlene Ottee eða Carl Lewis....eða nýjan Einar Vilhjálmsson...ha ha ha ha...þetta verða fyndnar vikur og skemmtilegir morgnar vonandi.
PEACE OUT,
BEN JOHNSON