Wednesday, May 17, 2006

 

Ljónið á heimleið

Ljónið á heimleið, eftir margra ára dvöl, (marga hringi, marga hringi, eins og maðurinn sagði við mig)....

Ég mun enda dvöl mína hérna í USA eins og ég byrjaði hana, stefnan er sett á Seattle með Nike fótboltaliðinu og mun ég spila þar 4 leiki á 3 dögum. Þannig að ég enda dvöl mína hérna meðþví að spila fótbolta og það fyndna er að herbergisfélaginn minn frá því fyrsta árið sem ég kom til USA, Trevor Yost, er sá sem mun hýsa mig í Seattle á meðan keppninni stendur.....skondið.

Að vísu er ég ekkert að vinna inn alltof marga punkta hjá kærustunni með að skella mér til Seattle í fótbolta mót síðustu helgina í USA, þegar ég á eftir að gera þónokkra hluti hér heima í Portland, einsog, selja bílinn, selja sófann/eða flytjann út, gera eitthvað við endalaust af drasli sem við erum búin að safna saman undanfarin ár.........en eins og ljónið hefur alltaf sagt....'fuck it, and take it or leave it'.....doesn´t matter.....

Ég var samt að þjálfa síðasta frjálsíþróttamótið (tók tímann, ha ha ha ha ha) síðustu helgi, þegar TRACK liðið mitt var í district keppninni og ég kom einni stelpu á verðlaunapallinn í 100metra spretthlaupi, hún varð önnur og qualified for state. Rock og ról...'++

Kveðja til allra ljóna, rauðra, hvítra, svartra og alla hinna,,,

RED
Comments:
Ég sé til þess að flögg verði dregin að húni og blásið verði í lúðra, himnarnir munu opnast og fólk falla að fótum þér. The return of the Lion King!
 
Gott mál! Ég stefni á heimsókn i 2 eða 3 vikur i byrjun ágúst, að sjálfsögðu mun eg fljúga heim fimmtudaginn 3.ágúst, daginn fyrir Verzló. Þá er eins gott að það verði búið að samstilla talstöðvarnar, stilla gítarinn, kaupa eplaschnapps og ákveða áfangastað fyrir föruneytið. Mundu að núna er ég með gestaherbergi i tjaldinu (útskriftargjöf frá strákunum) sem reyndist vel fyrir Lubba og Ellu um síðustu Verzló. Maður er strax farinn að hlakka til!!!!
 
Blásið í lúðra, ánægður með það.

Já áfangastaðurinn verður klár þegar þú kemur heim, ég leyfi Laubba að taka aukaherbergið enda orðinn þreyttur að sofa við hliðiná honum í þessum ferðum.
Ætli ég fjárfesti ekki í einu glæsilegu OgVodafone tjaldi í tilefni ferðarinnar::)

KVeðja
RED
 
Frábærar fréttir fyrir ísland.
Sorgardagur fyrir USA.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?