Tuesday, May 09, 2006

 

Ljónið í Spokane




Myndir frá Spokane helgin 5-7 Maí 2006, Þarna má meðal annars sjá gömlu stofuna hans KÁ og ´gamla íbúðin þar sem TB, MB og GM bjuggu, núna kominn þessi fíni Píta Pit, Arny´s kominn með samkeppni og síðast en ekki síst myndir frá Jackn´Dans



Ljónaferðasaga


Ljónið skellti sér í smá ferðalag um síðastliðna helgi...Byrjaði að keyra til Spokane í hádeginu á Föstudeginum (6klst keyrsla) og leist ekkert á umferðina, keyrði í staðinn uppá flugvöll og keypti mér flugmiða (1klst) og var þvílíkt ánægður með það, að vísu var miðinn ekkert rosalega hagstæður, en ef ég tek bensín kostnað, áhættu kostnað, matarkostnað, og síðast en ekki síst 12 klst einn með sjálfum mér kostnað (einn að keyra fram og til baka)...Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég var að græða yfir $300 sem er meira en flugmiðinn sjálfur kostaði..............!!!!!!!!!!!!!!!!!!......Já það er gott að vera master í business.

Í Spokane var lítið breytt frá því ég flutti þaðan fyrir ári síðan, eina breytingin er sú að fólkið sem býr þarna og er ekki í íþróttum eða Gonzaga er aðeins feitara og drekkur aðeins meira. Það má segja að þessi ferð hafi veriðsvona farwell kveðja mín til Spokane....Ég fór í nokkur housepartý þar sem ég var að sjálfsögðu fullastur og stjórnaði Beerkútnum þegar tók að líða á partýið.....Við fórum streaking í síðasta skipti og vorum nappaðir af Campus Security (þeir sögðu okkur bara að fara í fötin) og svo spilaði ég aðeins fótbolta á Laugardeginum með Gonzaga strákunum og þaðan lá leiðin í Around the World partý þar sem ég náði tveim síðustu húsunum og þekkti nákvæmlega 8 af 500manns með nafni, allir aðrir voru fólk sem ég kannaðist við eða hafði nákvæmlega enga hugmynd um hverjir væru.

Sunnudagurinn var ansi harður, ég þurfti að rífa mig upp klukkan 7.00 til að fylgjast með Tucker vini mínum hlaupa í Bloomsday hlaupinu (50.000 manns tóku þátt í ár) og svo í morgunmat hjá Einari þjálfara Gonzaga.........


Kveðja

RED


Comments:
Eru þetta Pritch hressi og dr. Quinn þarnan í gömlu stofunni hjá svörtu músinni? Maður fær tár í augun við að skoða þetta. Við Gunni og Kári verðum að koma með comeback í Spokehamton við gott tækifæri.
 
shit maður verður að fara þarna aftur, serstaklega áður en allir fara þaðan. Brings me back, voru þetta Tom og Steve hressu með afturábak derhúfu sem er töff?
 
TB, Nei Pritch er farinn til Seattle og orðinn leiðinlegur Endurskoðandi, Quinn er líka í Seattle orðinn skurðlæknir (sérhæfir sig í hnjám). Þetta eru tveir Kjúklingar þarna úr Fótboltaliðinu.
GU er orðið aftur eins og þegar við vorum þarna 2000-2001, alltaf partý, allgjörir vitleysingar og loksins farnir að geta eitthvað aftur...Píta Pit hefði komið sterkur inn hjá ykkur Gunna.

Svarta Mús, þeir eru allir að flytja út í maí, en góðu fréttirnar eru þær að ROB og Steve verða þarna á næsta ári líka...Trevor kærastan þín er að reyna fá vinnu hjá NIKE, hann kom hingað í heimsókn um daginn...Tom er að fara til EUROPE í sumar..

ég svaf í herberginu þínu gamla um helgina og ekki laust við að táfýlan þín hafi enn verið þar...ha ha ha

Kveðja
Rauður
 
Kallinn bara að koma heim og sprikla í sumar. Það verður gaman að sjá rauðu eldinguna þeysast um vellina í sumar.

kv
Bjöggi Vill
 
Bjöggi minn,'
Það verða tæklingar í Víkinni í sumar þegar við mætumst, og engir fangar teknir...

Hlakka til að sjá þig,
Árni
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?