Thursday, May 18, 2006

 

Ljónið í táfýlu

Ekki beint sá hressasti núna,,
Ég ætlaði að nota tækifærið og pakka á morgun vegna þess að ég er með frí í vinnunni og er að fara til Seattle á föstudaginn þannig að þetta var alveg kjörið...Ég ætlaði að henda út fullt af drasli og flytja hitt og þetta til Hjálpræðishersins til að gefa.....en hvað haldið þið...

Jú, gamla kellingin sem bjó á móti íbúðinni minni drapst fyrir þónokkru síðan og voða sorglegt og allt það, nema að kellingin var þvílíkur hluta safnari og íbúðin hennar er full af drasli, tölvum, bókum, skjölum, styttum og ég veit ekki hvað og hvað,,þetta er hálf creepy hvað hún á mikið af tilgangslausu drasli.....(Mitt mat, eyddu frekar peningunum þínum í að fara út að borða, fá þér einn - tvo kalda bjóra eða í bíó, því þetta drasl sem maður hleður inná sig í tíma og ótíma á bara eftir að valda lifendum vandamálum þegar maður er dauður)...................
Af hverju er þetta slæmt fyrir mig????? Jú, það er búið að ráða inn hóp manna til að hreinsa út íbúðina hennar núna næstu tvo daga og þeir hertaka freight lyftuna í húsinu, þar af leiðandi get ég ekki flutt út draslið mitt, og verð að bíða með það þangað til á Mánudaginn þegar ég loksins fæ að nota lyftuna.....alveg týpískt.

Svo er ég internetlaus og sjónvarpslaus núna...hálvitarnir í capall þjónustunni köttuðu á internetið þrátt fyrir að ég hafi sérstaklega beðið þá um að kötta bara á sjónvarpscapalinn.....stíga ekki í vitið þessir bjánar.

Allavega, þetta var pistill ljónsins í dag.
Ljónadrasl
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?