Friday, January 05, 2007

 

Flutningsljón

Red Lion, bites sjaldan but when it does, then its fast.

Köben var valin ferð ársins, og myndasyrpa frá þeirri ferð verður birt fljótlega......þá þarf ekkert að vera með neina ferðasögu, því myndirnar segja allt sem segja þarf......Laubbi dansandi við svertingja dverg, naktir í lounge partýi, týndir á lestarstöðinni og eftirpartý í KR-búningnum (með legghlífar og allt)..

En annars stendur ljónið í flutningum þessa helgi, það er kona núna að þrífa íbúðina, en svo er það rokk og ról um helgina eða í næstu viku.......

Svo er Bandarískur strákur á leiðinni til landsins og ég búinn að bjóða honum gistingu, hvað gerir maður ekki fyrir vini sína sem ferðast hálfan hnöttinn til að kynnast landi og þjóð......Ég lofaði honum ísköldum bjór, nöktum stelpum allsstaðar og fótbolta á heimsmælikvarða.....

Ég er samt handviss að hann kæmist í úrvalsdeildina í körfubolta....allir meðal USA menn komast í hana....

Peace Red,

PS. Hún er víst að afþýða ísskápinn núna, shitturinn hvað ég gæti ekki verið ræstingarljón.

Tuesday, January 02, 2007

 

Tvöþúsund og sjö

Jæja, þá er komið að því, árið 2007 komið og Ljónið back in business.

Árið 2006 var ansi skrautlegt og ég kvaddi það á Gamlárskvöld eins og ljóninu einu er lagið.

Að vísu er ég enn að þakka fyrir að vera á lífi eftir Gamlárskvöld eftir að ágætis strákur, Stebbi, gerði heiðarlega tilraun til að drepa mig. Þegar hann svipti undan mér löppunum í partýi og ég lenti kylliflatur á andlitinu,,,,einhverra hluta vegna meiddist ég ekki neitt, nema ég er ansi stífur í hálsinum eftir höggið.

Ástæða þess að ég er með áramótapistil er sú að ég vil nota tækifærið til að sigta út ferð ársins að mati ljónsins. Þetta er tilnefningarnar:

A) Las Vegas á gamlárskvöld 2006, þar sem við hittum the Magic Chicken
B) Las Vegas, Spring Brake 2006, þar sem við vorum á MGM ásamt Jon Bon Jovi
C) Ásbyrgi um Versló, þar sem við húkkuðum far frá Akureyri, eftir að hafa dottið í hug að fljúga norður daginn áður.
D) Akureyri, haust 2006, 3 hótelherbergi, og 2 nætur
E) Köben, haust 2006, 4 nætur sem fóru saman í eitt.
F) Manchester, haust 2006, þar sem ManUtd klúbburinn var heimsóttur.

Vel sigurvegarann á morgun, þegar ég hef tíma til að skrifa.


kveðja
RED

This page is powered by Blogger. Isn't yours?