Tuesday, August 23, 2005

 

High School draumurinn...

Ég held að ég hafi upplifað eitt það fyndnasta sem ég hef gert á ævinni í dag..

Málið er að ég er að fá mér aukavinnu sem fótboltaþjálfari.., og fékk hringingu frá skólastjóra einhvers High School hérna í Oregon á laugardagskvöldið, hann bað mig um að koma í viðtal klukkan átta um morguninn, og ég sagði ekkert mál....svo komst ég að því á sunnudeginum að þessi skóli er í klukkutíma fjarlægð frá húsinu mínu og ekki nokkur leið í helvíti að ég muni taka þessa vinnu, vegna þess að hún myndi aldrei ganga með Nike vinnunni.....en aftur á móti ákvað ég að skella mér í þetta viðtal bara for kicks,,...og viti menn, High Scholinn var gjörsamlega eins og klipptur útúr bíómynd, small town, hetjurnar í Football jakkanum sínum, klappstýrurnar héngu utan í þeim og hver einasti bæjarbúi leit út eins og Flanders í Simpson, og ég var meira að segja stoppaður af 'Small Town' löggunni sem ætlaði greinilega að fara sekta mig vegna þess að ég er með númeraplötu frá Washington fylki...Svo sagði ég þeim að ég væri að fara í viðtal hjá skólastjóranum, þá hafði löggan náttúrulega farið í þennan high school og sagði mér sögu af skólastjóranum og leyfði mér að fara án nokkurs vesens.....Svo var viðtalið eitt mesta upplifun sem ég hef komist í færi við, ég þurfti að tala við þrjá, skólastjórann, yfiríþróttaþjálfarann og einhverja kellingu frá Foreldra-ráði...og önnur hver spurning var fyndnari en sú á undan....Fólkið hafði ekki hugmynd um hvað fótbolti snérist.....

'So, what´s your soccer Philosophy?....'How would you create your defense?.......'How would mingle with other staff during off-season?......What are your coaching limitations?.......What´s your coaching playing style? (ha)...

Ég svaraði öllum þessum spurningum eins ostalega og ég gat, 'CHEEZZY'...Well, I believe soccer is a team sport that can only be played good, when each individual on the team plays hard, cares for his team, is honorable and above all willing to do his best,,you can´t ask for more....

Allavega, með því fyndnasta sem ég hef upplifað...Small Town i Ameríku er mesta djókið í heiminum....Póstkassarnir á götunni, allir þekkja alla og eru súpernice, ...svo leynast fjöldamorðingjarnir alltaf inná milli....klisja..

Kveðja
Red

Thursday, August 18, 2005

 

Iceman

Wazzup, mikið að maður kemst aftur almennilega í samband við heiminn á netinu, búinn að vera eitthvað hálf-lélegur undanfarið... Undanfarin vika búin að vera hrein geðveiki, ný borg, ný tækifæri, nýjir geðsjúklingar, nýjar Týpur (shit hvað margir eru að reyna vera cool), nýjir bílar, nýjir veitingastaðir, nýjar bjórtegundir (ólé), nýjir whatever......

Mér er búið að takast að villast á hverjum degi, keyri alltaf eitthvað vitlaust útaf hraðbrautinni og oftar en ekki þá er ég líka að keyra í vitlausa átt, villist í annað hvert skipti sem ég fer á Nike campus-inn..

Spilaði fyrsta leikinn með Nike liðinu í síðustu viku, ég var frekar spenntur fyrir leikinn og hlakkaði mikið til, svo skoraði ég fyrsta markið í leiknum, lagði upp annað markið og svo á 40 mínútu var ég rekinn útaf fyrir að sparka einhvern hálfvita niður þegar boltinn var í burtu vegna þess að hann hafði gefið mér olgnboga skot í andlitið fimm mínútum áður....Þjálfarinn var ekkert alltof ánægður með þetta, en skildi mig mjög vel, og eftir leikinn var gert grín að þessu.........Þetta kallar maður að byrja með stæl, að vísu ekki sambærilegt miðað við byrjunina hans Kára hjá Landsliðinu, en samt ágætis byrjun.

Þegar maður er svona nýr í nýrri borg þá er oft best að nálgast svona 'UNDIRTÓNA TÍMARIT', þau eru til í hverri borg og Portland er enginn undantekning....allavega ég fann mér eitt slíkt sem heitir 'JUST OUT' og byrjaði að lesa það, hélt ég myndi finna út hvar tónleikar væru, hvaða barir eru nálægt og svo framvegis.....ég las blaðið í góðan klukkutíma og svo fór ég svona að undrast á því hversu voðalega gay friendly þessi borg er, hver einasta auglýsing í blaðinu var um homma og lesbíur og allt greinar um bi-sexual fólk og eitthvað þannig........Ég var farinn að óttast að þetta yrði eins og í San Francisco, þar sem fótboltastrákar eru bara kjötstykki, þegar ég fór út á djammið í fyrra með Krissu og vinum hennar þar þá voru um 5 náungar sem klipu í rassinn á mér....(það var ekkert smá creepy og ekki góð lífsreynsla)...

En ég rannsakaði málið betur og komst að því að þetta blað Just OUt er homma og lesbíu blað en ekki 'Unditónablað' Portland, og varð ég frekar feginn....Annars eru nóg af tónleikum hérna í hverri viku, Paul McCartney spilar hérna í Nóv., Gwen Stefani í Sept eða Oct. og fullt af fleirum rokk rugli....

Við erum búin að kynnast nokkrum á þessum stutta tíma sem við höfum verið hérna, og margt skemmtilegt fólk......Ein stelpa Jenny sem við kynntumst, afrekaði það að týna Sigur-Rós geisladisknum sínum í Kambódíu, og það gerðist þannig að hún var ásamt einhverjum ferðamönnum búin að leigja 15 manna bát til að komast yfir einhverja ógeðslega risa fljót, en svo gerist það um nóttina að báturinn siglir á eitthvað tré og báturinn sekkur og hún ásamt hinu fólkinu og mönnunum sem leigðu henni bátinn voru öll fljótandi í skítugu fljótinu sem var uppfullt af Crókódílum, snákum, pýranafiskum og öllum viðbjóði sem þú getur ímyndað þér í fleiri klukktíma, eða þangað til birti og leitarflokkarnir fundu þau, þá var búið að bíta þrjú þeirra, ekkert alvarlegt þeim batnaði eftir viku á sjúkrahúsi en samt....ógeðslegt....Allavega, Jenny missti allt sem hún ferðaðist með í fljótið og þar á meðal Sigur´Rós disknum sínum........Mér fannst þetta allavega góð saga, ég er viss um að það hafa ekki margir týnt geisladisknum sínum á þennan hátt.....

PEace
RED

Sunday, August 14, 2005

 

Flutningurinn til Portland var ansi skrautlegur. Eg vaeri samt flottur Truck driver i USA, hef allt i tetta derhufuna, hlyrabolinn, flautuna, og meira.....U-Haul er samt gott fyrirtaeki, ekkert vesen tratt fyrir bump her og tar....Guli Kanarifuglinn stod sig lika eins og hetja, helst a allan timann og kvartadi ekkert..
Posted by Picasa

Saturday, August 06, 2005

 

Spokane #1

Nú þegar dvöl minni í Spokane og skólagöngunni í Gonzaga er að lokið þá langar mig að pósta nokkra pósta sem stikklar á stóru yfir liðna atburði undanfarinna 5 ára. Ég mun ekki fara í detail á hlutunum eða segja allt, þar sem margt er ekki hægt að birta á netinu fyrir margra hluta sakir.

Maður er búinn að kynnast mörgum góðum vinum, skemmtilegum charakterum og vitleysingum. Fimm íslendingar hafa verið hér í Spokane í námi ásamt mér, Þuriður (a.k.a., Thury the artist) kærastan mín og mikil gella, sprelligosi og snillingur, Gunnar Sveinn (a.k.a. G-money), markmaður, yfir-vitleysingur, legend og snillingur, Tryggvi Björns (a.k.a. Dimitry, the crazy russian), The Hurricane, vitleysingur, mikill hryðjuverkamaður, og snillingur, Magga (a.k.a. Maggy May) kærastan hans Dimitry, Spokane unnandi nr 1, myljarinn og mikill snillingur, Kári Árna (a.k.a The 80´s Rebel) rugludallur, ljósmyndari the Low Notes, Scoopy doo lover og snillingur....Síðan hafa nokkrir íslendingar lagt leið sína hingað, Ediljóni Hreins (a.k.a harðfiskurinn) og Ragga kærastan hans komu hingað, Pétur (a.k.a.Don Petro) kom hingað og tók þátt í Las Vegas vitleysu dauðans, svo komu hingað einnig mamma mín (Del Unnur), frænka (Los Gústa) og Bróðir (Bjarki P, the moneymaker). Flestar sögur frá þessum árum munu innihalda einhverja af þessum íslendingum.

Nú þegar ég kveð Spokane hef ég lokið fimm tímabilum í fótbolta með Gonzaga University, eitt ár tók ég læknahlé (red-shirt) og svo spilaði ég fjögur í röð. Ég kom hingað árið 2000 og vó 155pounds og var 5.9 (175 cm), og í dag þegar ég kveð er ég 158 pounds og jafn stór.

Fyrsta árið/tímabilið 2000-2001
Ég flýg hingað ásamt G-money, við keyptum alveg hrikalegt flug, KEF-London-Seattle-Spokane, unnum $5,000 dollara í einhverju happdrætti sem við frestuðum alltaf að ná í og loksins þegar við gáfum okkur tíma í að ná í vinninginn þá var tíminn til að ná í vinninginn útrunninn, og við töpuðum $5,000 (gerist aðeins fyrir okkur)

Flugferðin London-Seattle var eftirminnileg fyrir þær sakir að það var frítt áfengi um borð og við nýttum okkur það svo vel að okkur var bannað að drekka meira í vélinni (NO MORE DRINKS FOR YOU GUYS), við aftur á móti gáfumst ekki upp og fengum einhverjar tékkneskar stelpur til að kaupa óopnaðar flöskur af Bayle´s líkjöri fyrir okkur sem við svo drukkum með tappann sem glas....ha ha ha ha..shitturinn...´(Heimleiðin til baka um jólin var líka hrikalega eftirminnileg þar sem við enduðum first class, misstum af fluginu okkar í London vegna þess að við tókum strætó í vitlaust Terminal og smygluðum okkur inní Business Class lounge hjá British airways þar sem ég fór í sturtu og vakti Gunna með ísköldu Baily´s drykk til að halda rútínunni gangandi...)
Allavega, í seattle höfðum við svo nákvæmlega 20 mínútur í flugið okkar og notuðum tímann skynsamlega, keyptum tvo stærstu bjórana á barnum og drukkum hann í einum teig, enda vorum við báðir að koma í fyrsta skipti til USA.....Í Spokane tók þjálfarinn okkar á móti okkur og ég get rétt ímyndað mér hversu skrautlegir við höfum verið......Svo var skellt sér á David Pizza það kvöld og Gunni spyr einn úr liðinu hvernig gengið hafi á síðustu leiktíð og strákurinn svarar að það hafi gengið okay, en þeir hefðu ekki komist í úrslitakeppnina, Gunni kinkaði kolli, tók bita af pizzunni sinni, horfði á strákinn og sagði ‘okay, you know we´re going to win the fucking cup this year,,,(ha ha ha ha...óborganlegt, svona atvik kaupir maður ekki útí búð.).....

Ég gæti skrifað svona um alla daga þessi fimm ár, en ég veit að enginn myndi nenna að lesa það, þannig að héðan í frá verður stiklað á stóru.....og einstaka sögur sagðar í heild sinni....

Peace Red
 

Heat, hiti og sviti

Það er fokking alltof heitt hérna, yfir 100 gráður á Farenheit daglega (um 40 gráður celsíus) og maður getur ekki skitið án þess að svitna og límast við allt.

Gaman að sjá að Viggó Sigurðs hefur lítið breyst, fylgt út úr leifstöð af lögreglu...ha ha ha....ég man þegar hann henti mér útúr öðruhverjum leikfimistíma í Melaskóla og alltaf með einhverja nýja ástæðu, ég mætti aldrei í leikfimi í 9ára bekk vegna þess að mér fannst svo leiðinlegt, og Viggó rak mig hvort er alltaf heim.....endaði með að mamma og pabbi voru send á fund með skólastjóranum og Viggó til að finna út hversvegna ég mætti aldrei í leikfimi...Eftir það var Viggó alltaf þvílíkt næs við mig og alltaf þegar maður datt inná Fredda spilatækjasal niðrí bæ, þá lét hann mig alltaf fá aukaspilapeninga...toppmaður hann Viggó,

Peace
Red

Thursday, August 04, 2005

 

Allt i rugli hja kallinum, betur um �a� s�dar...Quiz: HVADA BIL A EG EKKI?
Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?