Friday, September 30, 2005

 

Back in Business

Maður er búinn að vera ansi lélegur undanfarið, enda ekki búinn að vera neinn tími í neitt undanfarið....
Fjölskyldan kom, heimilið var á hvolfi í 10 daga, og þau öll á íslenskum tíma fyrstu vikuna, sváfu alltaf seinnipartinn og voru svo vöknuð upp fyrir allar aldir, villtust margoft í borginni, mamma var næstum búin að hlaupa suður til San Fran, og Hans bróðir minn lenti inní fátækrahverfi, þar sem tveir kolsvartir reyndu að ræna hann. Skelltum okkur eina helgi á ströndina, fínt veður 25 stiga hiti og sól, kveiktum Bon-fire á ströndinni og meira og meira.....Svo fór fjölskyldan til San Francisco og fékk vægt taugaáfall yfir því hvernig borgin er....San Fran er eins ég hef alltaf sagt, jafn falleg og hún er ljót. Skítugir heimilislausir drykkjusjúklingar í góðu samblandi við Golden gate brúnna og Alcatraz.
Allavega, ferðin hjá þeim var mjög góð og fær fullt hús stiga.

Annars hefur lífið líka bara verið á fullu. Ég er alltaf að kynnast fleirum og fleirum skrítnum caracterum, einn sá merkilegasti heitir Cany K. (eða Cany Kay) http://www.westsidemetros.com (heimasíðaklúbbsins þar sem hann er yfirþjálfari)
eins og ég kalla hann....Hann er fótboltaþjálfari hérna og er að plata mig til að þjálfa fyrir sig í vetur. Ég fór á fund með honum til að ræða klúbbinn, laun og fleira og það eina sem hann talaði um var Bush og hversu ógeðslega mikill aumingi hann væri. Málið er það að Cany er frá Texas og er á svipuðum aldri og Bush og sér gjörsamlega í gegnum hann (eins og flestir Íslendingar) en bandaríkjamenn eru svo heilaþvegnir að þeir sjá ekki í gegnum þessa strengjabrúðu sem er stjórnað af mafíu suðursins, sem vilja að olían hækki, svo þeir græði milljónirnar sínar til baka sem þeir eyddu í kosningarbaráttunni og draslinu í kringum það...eða eins og Cany orðaði svo skemmtilega...Arnie, you know what Bush is?, He´s a fucking shit, and nothing more'.

Gaman að þessu. Ég missti af SigurRós tónleikunum hér í Portland, fékk ekki miða undir $129, þannig ég sleppti þessu bara, enda er ég ekki mesti SigurRós aðdáandinn, fór samt á Útgáfutónleikana í Íslensku Óperunni áður en Ágætis Byrjun var gefin út árið 1999. Það voru magnaðir tónleikar og ég efast um að þeir geti toppað þá, þó þeir hafi líklegast gert það.

Jæja leikur með Nike í kvöld, ég er framliggjandi miðjumaður í 3-5-2, það er bara gott mál. Búinn að skora 2 í fyrstu 2 deildarleikjunum.........Númerið mitt er 24, ágætis númer sem hefur enga meiningu nema að 2 plús 4 eru 6, og 6 á ensku þýðir kynlíf.

Kveðja
Red

Sunday, September 18, 2005

 

Shit

Já sumir hlutir geta verið pirrandi...Til dæmis fór ég í dag í smá bíltúr, þreif bílinn, fór svo og keypti vindsæng og lás, ætlaði svo að drífa mig heim, og keyrði heim....þangað til helvítis mörgæs stoppaði mig (a.k.a. Lögga, maður er orðinn þvílíkur gangster, kalla þær mörgæsir núna) og hún sagði, 'men you are driving like a crazy person, are you ok?' 'YES, I´m fine' svaraði ég, 'well you violated more than three traffic laws in less than 100 yards'....'I got to give you a ticket'...Licence and insurance card please'...Alright, svaraði ég og lét hann fá ökuskyrteinið mitt og tryggingakortið........ Ég er nefnilega búinn að læra að maður á ekkert að játa, neita, eða argua við mörgæsir, það gerir bara illt verra.....Hann gaf mer ticket fyrir að vanvirða stoppskyldu og sektin hljómar uppá 237 dollara.........Ég er samt að gæla við réttarhöld, eða skrifa 'No contest' og reyna fá sektina minnkaða......það er ekki eins og ég sé orðinn vanur einhverju svona smá laga veseni...þetta er orðið hobby-ið mitt........Eða eins og ég hef alltaf sagt, ég díla við öll laga mál eins lengi og ég get...ég geri þau semsagt að áhuga-málunum mínum í stað sakamála eða leiðindamála........Alright peace out og keep it real.....Fjölskyldan er að koma frá íslandi í kvöld og verða hér í 10 daga, þannig að það verður nóg um að vera á næstunni.

Sunday, September 11, 2005

 

Update og meira

Hvað er uppi tíkur,

Gærkvöld fór ég í eitthvað Partý hérna rétt hjá heima hjá mér í miðbænum..Sá sem hélt partýið var einhver hommi, hann var að halda uppá 29ára afmælið sitt og Þuríður vinnur í tískufataverslun með einhverjum stelpum sem þekkja hann...allavega...Þetta var eitt það rosalegasta sem ég hef upplifað...
Í fyrsta lagi voru þarna um það bil 20 hommar, að dansa og fíflast og þeir höguðu sér allir eins og 15 ára stelpur, hoppandi um, öskrandi, grípandi í rassinn á hver öðrum og fleira, einhverjir voru meira að segja í eltingarleik um húsið.....Afmælisgjöfin frá kærasta afmælis-hommans var rass-skelling með gaddaól 29 sinnum á beran rassinn...og allir afmælisgestirnir töldu niður frá 29...Shiturinn, magnað stuff..

High School stelpurnar spiluðu fyrsta leikinn sinn í vikunni og við náðum að gera jafntefli 2-2, vorum 2-0 undir þangað til 10 mínútur voru eftir þegar við settum tvö mörk....Þvílíkur Karacter hjá þessu liði..Ha ha ha.

Ég tók bílpróf, skriflegt og verklegt í vikunni, og stóðst bæði vel 100% rétt á skriflega og 95% í verklega, ég hægði á mér þegar ég var að keyra yfir járnbrautateina og það kostaði mig -5%. Svo tók ég meira-próf til að mega keyra skólarútuna og fæ útúr því í næstu viku...Það þarf að tékka hvort ég sé nokkuð geðsjúklingur á eiturlyfjum og fleira svo að það gangi í gegn..

Fyrsti deildarleikurinn hjá Nike er núna á morgun, ég er striker og hlakkar mikið til. Mottóið er að 'Win the Fucking Cup'...Seasonið er frá sept-mars, með frí í Janúar og úrslitakeppninni í mars. Þjálfarinn í liðinu er algjör snillingur, eftir leikinn er partý hjá honum, hamborgarar bjór, og Football í sjónvarpinu (Ég er ekki enn farinn að fíla NFL football, skítasport og dagurinn væri mun skemmtilegri ef það væri enski boltinn í staðinn, fuck it).

Já ég gleymdi alveg fellibylnum Katrínu. Voðalegt ástand þarna niðurfrá, Bush að skíta í sig og allir svartir, svangir og þyrstir....Málið er líka dálítið sérstakt þarna vegna þess að enginn þarna kann að synda, það er ekki kennt að synda í bandarískum grunnskólum.
En þegar ég var að horfa á fréttirnar á MUTE um daginn, og var að hlusta á gamlan Bob Dylan disk, og textinn í einu laganna hans var....

'When you think you have lost everything,,You´ll always find out you can lose a little more'......!!!!!!

Ég ætla að láta þetta vera lokalínurnar mínar í dag...Stay classy San Diego.

Red

Thursday, September 01, 2005

 

Holy, moly, shit

Já blessaður Árni og velkominn aftur á bloggið, já þakka þér fyrir.

Nóg búið að gerast á íslandi hef ég heyrt, FH meistari og Valur í 2 sæti,,,og svo Breiðablik búið að rúlla kvennaboltanum upp.....þá er haustmótið bara eftir...

Það er nóg að gerast og langt síðan ég hef bloggað.
Fyrst er það að nefna að ég er orðinn Head Coach hjá High School hjá Womens liði!!! Hvernig fékk ég þá vinnu?....Jú með því að bulla og bulla og bulla mig inní starfið. Fór í gegnum intense viðtala process sem samanstóð af skólastjóranum, Yfirmanni íþróttanna hjá skólanum og svo auðvitað foreldraráðinu...og fékk starfið...þurfti að hagræða ýmsum sannleika til að vera hæfur....en eins og ég lærði í MBA náminu, hvað gerir maður ef maður hefur ekki eitthvað, jú maður hagræðir sannleikanum þannig að maður hafi það.....First Aid licence,..........Ég þurfti meira segja að fara í fingrafara test, sem ég skil alveg, til að koma í veg fyrir að ég sé ekki einhver geðsjúklingur að fara þjálfa....

Allavega, training camp er búið að vera þessa viku og þetta er búið að vera ein fyndnasta vika ævi minnar...Ég byrjaði á að hafa 2mile run, þar sem ég tók tímann á stelpunum og heldurðu ekki að Tvær stelpurnar hafi fallið í yfirlið, og ég með 'skyndihjálparprófið' mitt alveg á hreinu nátturulega ætlaði að fara beint í hjartahnoð....sem betur fer komust þær aftur til meðvitundar eftir skamma stund og ég þurfti ekki að beita skyndihjálpartækninni sem ég hef lært í gegnum árin frá ER og 911 Rescue sjónvarpsþáttunum,,Ef ég hefði það, þá hefði ég líklegast farið beint í hjartahnoð og svo hefði ég örugglega sett á mig gúmmíhanskana úr sjúkratöskunni og náð í insúlín sprautuna og skellt insúlín-skoti beint í hálsinn....en sem betur fer gerði ég það ekki...Stelpurnar tvær jöfnuðu sig fljótlega og það besta var að allar hinar hættu að hlaupa til að meðhöndla hinar, þannig að ég varð að láta allar hlaupa daginn eftir...

Daginn eftir var rigning, þá var ein sem gat ekki æft vegna þess að það var rigning úti..Mamma hennar kom með regnhlíf að tala við mig og sagði mér að það væri best að láta stelpurnar ekki æfa, það er nefnilega svo rosalega mikil eldingarhætta!!!! Ég hélt hún væri að djóka í mér, en gellan var ekki að grínast, hún bað mig líka að hvetja allar stelpurnar til að nota Protective Head Band svo þær verði ekki allar skaddaðar í hausnum eftir nokkur ár eftir að skalla boltann!!!!!! SUMT FÓLK:::::)

Ég er samt að skemmta mér konunglega, liðið er ekki það besta, en mér líður svona eins og í öllum bíómyndunum, byrja með lélegt lið, svo eigum við eftir að þjappast saman og vinna í lokin, þrátt fyrir að aðalhetjan okkar hafi meiðst í næstsíðasta leiknum á tímabilinu...ha ha ha..

Peace out,
Red

This page is powered by Blogger. Isn't yours?