Friday, April 28, 2006

 

B-day

It´s my birthday, and I´m going to party like it´s my birthday (50)......yo yo yo yo...niggaz, are we ready or not here I come...gonna find you and make you (Fugees).......

Já, þetta er málið, núna er ljónið komið úr rokkinu í rappið, FRAMTÍÐIN ER VÍST í RAPPINU, samkvæmt félaga mínum, KANYE W......:)

Allavegana, þá verður party um helgina og eins og áður þá tek ég enga fanga í þetta skiptið...Búinn að vinna klukkan 6.00 og eftir það er ljónið laust.

RED
 

High Jump official..

Búinn að vera ansi skemmtilegt afternoon og kvöld, track mót hjá High School liðinu mínu og ég lenti í því að vera einn af dómaranum í hástökki kvenna (skólinn átti að redda einhverjum til að gera það og einhver gleymdi að tala við einhvern þannig að ég lennti í þessu......'góð saga sem ég get sagt einhverntímann, 'abbabbabb, please go again--I wasn´t ready.****(bein tilvitnun)....

Annars er það að frétta að ljónið á afmæli á morgun....hárin eitthvað farin að þynnast, styttist í elliheimilið með hverju árinu.

Lifi Ljónið, húrra húrra

Red

Sunday, April 23, 2006

 

Hallo,hallo

Ljónið skellti sér í klippingu í gær sem er ekki í frásögur færandi nema að hárgreiðslukonan var rauðhærð.....skemmtileg tilviljun, og aldrei að vita hvenær það gerist aftur.

Annars tapaði U-17 ára liðið mitt í dag 2-1 í State Cup, okkur dugði eins-marka sigur til að komast áfram í undanúrslit, en belive it or not, dómarinn sem rak mig útaf í undanúrslitaleiknum með Nike liðinu í síðasta mánuði dæmdi þennan leik og stóð hann sig eins og sannur hálviti, dæmdi af okkur eitt mark og gaf hinu liðinu annað þrátt fyrir að þeir hafi verið klárlega rangstæðir....Ég sagði honum líka að hann væri Stupid idiot (fékk aðeins gult að launum)...

Frjálsíþróttir í fyrramálið klukkan 6.00, fjórar vikur eftir, maður fer að verða uppiskroppa með frjálsíþróttaæfingar....nýjasta hjá mér er að láta 100m hlauparana hlaupa 120m og 200m hlauparana hlaupa 220m.....KENNIR ÞEIM AÐ HÆGJA EKKI Á SÉR Á SÍÐUSTU METRUNUM......semsagt þaulúthugsað hjá mér....

Peace
Ljónið
 

Hallo,hallo

Ljónið skellti sér í klippingu í gær sem er ekki í frásögur færandi nema að hárgreiðslukonan var rauðhærð.....skemmtileg tilviljun, og aldrei að vita hvenær það gerist aftur.

Annars tapaði U-17 ára liðið mitt í dag 2-1 í State Cup, okkur dugði eins-marka sigur til að komast áfram í undanúrslit, en belive it or not, dómarinn sem rak mig útaf í undanúrslitaleiknum með Nike liðinu í síðasta mánuði dæmdi þennan leik og stóð hann sig eins og sannur hálviti, dæmdi af okkur eitt mark og gaf hinu liðinu annað þrátt fyrir að þeir hafi verið klárlega rangstæðir....Ég sagði honum líka að hann væri Stupid idiot (fékk aðeins gult að launum)...

Frjálsíþróttir í fyrramálið klukkan 6.00, fjórar vikur eftir, maður fer að verða uppiskroppa með frjálsíþróttaæfingar....nýjasta hjá mér er að láta 100m hlauparana hlaupa 120m og 200m hlauparana hlaupa 220m.....KENNIR ÞEIM AÐ HÆGJA EKKI Á SÉR Á SÍÐUSTU METRUNUM......semsagt þaulúthugsað hjá mér....

Peace
Ljónið

Saturday, April 22, 2006

 

Frjálsíþróttir......

Við bættum skólametið í þrem greinum í gær.
200m Dash, Boys
1500 m, Boys
og síðast en ekki síst
100m dash, girls...


Og til að gera daginn enn betri þá misstum við ekki keflið í 4x100m Boys, relay......

RED

Monday, April 17, 2006

 

Páfinn og fleira

Gleðilega Páska,

Ekki fékk ég páskaegg þetta árið og er þetta sjöunda árið mitt án Páskafrís og páskaeggja, og Páskaskrauts, og páskaunga, og páskalambs, og páska.........páska, páska, páska...

Allavega, spilaði, þjálfaði, og horfði á fótbolta alla helgina,,,,páskabolti.

Sá að páfinn sagði að UPPRISA KRISTS væri STÆRSTA SKREF MANNKYNSSÖGUNNAR. Það sem ég skil ekki er af hverju er morgunblaðið og rúv og allir fjölmiðlar á Íslandi alltaf að tala um páfann og hvað hann sagði, á Íslandi ríkir ekki Kaþólsk þjóðtrú og hálf asnalegt að við séum alltaf að fjalla um páfann....Hverjum er ekki sama hvað einhver páfi segir í páfaborg....Hann gæti verið páfagaukur mín vegna (shit hvað þessi var lélegur--Góður). Þar að auki er páfinn í gegnum söguna búinn að vera valdur að dauða og stríðshörmungum milljóna manna í Evrópu...plús það að páfinn í dag er alveg eins og Keisarinn í Star Wars......

Er ekki eitthvað annað sem hægt er að fjalla um,,,,,

Jæja, þetta var páskaguðspjallið mitt.

Friður
Páska Ljónið

Monday, April 10, 2006

 

Gleðiskot dagsins

Í gær fór ég aðeins útúr borginni til að spila leik með Timburmönnunum (Portland Timbers) og ég keyrði á mínum bíl. Þegar ég var hálfnaður þá varð ég að stoppa og pissa, ég fann næstu svona rural bensínstöð og ákvað að fara að pissa....Þetta var svona ógeðsleg bensínstöð með einum gömlum kalli með skegg sitjandi fyrir utan og feit kelling inni sem borðaði örugglega meira af sælgætinu og snúðunum heldur hún selur........
Allavegana, ég fór inn, keypti mér Orkudrykk og hnetur og eitthvad drasl og svo þegar ég var búinn að borga þá spurði ég hvar klósettið væri og hvort ég mætti nota það...Hún benti mér á einhvern ógeðslegan skúr við hliðiná bensínstöðinni og ég labbaði þangað (fullviss um að það kæmi feitur kall á eftir mér með byssu og myndi biðja mig um að sjúann á sér))..og klósettið var fokking viðbjóður, slettur útum allt og bara nefndu það og það var þar...En ég lét mig hafa það og byrjaði að pissa í pissuskálina og horfði beint fyrir framan mig á vegginn og þar var búið að skrifa rauðum stórum 'I jerked off here, and my huge penis is called NODDLE SEX-DIRT....

Ég gat nú ekki annað en brosað, enda ótrúlegt hvað menn geta verið grillaðir og sjúkir....Af hverju að skrifa þetta á vegginn??? Og þegar þú skýrir tittlinginn á þér Skítuga-Kynlífs-Núðlu, þá er eitthvað meira að.....Ég hljóp útí bílinn minn eftir að hafa pissað og ákveðinn í að stoppa þarna í hvert skipti sem ég fer útúr bænum, til að sjá hvort að það séu einhver ný skilaboð.

Gamansaga dagsins,
Rauður

Sunday, April 09, 2006

 

Sólin

Wazzup,

Búin að vera crazy sól hérna undanfarið og hlýindi, allt orðið grænt og fallegt...og...ég (sem hef ekki verið þekktur fyrir að vera mikill sólarmaður) er ekkert alltof ánægður með það og er þaraf leiðandi búinn að vera með Derhúfu alla vikuna til að forðast sólina.(leiðinlegasta sem ég veit um er að brenna)........

Ég var að spjalla við einn starfsfélagann minn hjá Nike um sólina og UV geislun og húðkrabbamein og hann heldur því fram að sólin hafi ekkert að gera með húðkrabbamein, hann er ein af þessum týpum sem er þvílíkur umhverfisverndarsinni og hjólar í vinnuna, hleypur í hádeginu, borðar alltaf máltíðir með einhverju grænu og drekkur líklegast heilt stöðuvatn á viku af vatni. (ég held að hann fasti líka alltaf einu sinni á tveggja vikna fresti einhverra hluta vegna)

Allavega, hann er semsagt ógeðslega hress týpa........og lýtur á það sem verri glæp að henda plastflösku í ruslið heldur en af maður myndi handleggsbrjótann og stela hjólinu hans (ah, það er nátúran að verki,,,shit)

Ætli þetta sé rétt hjá honum, krabbamein hefur ekkert með utanaðkomandi hluti að gera, bara mataræði og það sem maður lætur oní sig???????

Ice Cube er með tónleika hér í Portland á Afmælisdaginn minn April 28. -------Hann er flottur, jafnvel að ég skelli mér, Sigurrós er líka hérna í byrjun Maí (geri ekki ráð fyrir að fara)...

Annars er ég búinn að fara einu sinni í bíó síðan ég flutti hingað síðasta sumar (Walk the Line) og hvorki meira né minna en ZERO tónleika (búinn að missa af Franz Ferdinand, Sigurrós, Modest Mouse, ofl.ofl......) Maður er ekki búinn að vera að standa sig í þessu.......Annars gæti verið að ég sé að fara á Hróarskelduhátíðina næsta sumar ef ég verð á Íslandi, búinn að fá miða gefins (þarf bara að redda mér þangað)...TEKUR MAÐUR EKKI BARA Bátinn.

Þetta var sunnudagshugvekjan...Track seasonið er á fullu og búið að vera erfitt að venjast því að byrja að þjálfa klukkan 6.30 alla daga vikunnar, sérstaklega þar sem ég er að þjálfa fótboltaliðið mitt til 10 á kvöldin þrisvar í viku....þannig að nætursvefninn er eitthvað að styttast hjá kallinum.
2 leikir hjá U-17 ára liðinu mínu um helgina, State Cup - spiluðum í gær og töpuðum 2-1 (varnarmistök) og ég varð að senda einn heim í hálfleik (einn sem er frekar klikkaður í skapinu) Leikur á eftir og svo er ég sjálfur að spila leik í kvöld....rokk og ról

Kveðja
RED BASTARD

Tuesday, April 04, 2006

 

Ljónið í sprettum

Sem nýjasti Track and Field þjálfarinn í USA þá er ég nokkuð flottur í dag...stefni á að fá mér þröngan hlaupagalla, hlaupaskó með göddum, og sólgleraugu með rauðum bláum og hvítu gleri.....ég verð nokkurskonar, rauður svertingi án gullkeðja.

Annars er það að frétta að ég er enn í NIKE og hef ekki enn ákveðið hvort ég spili með Timbers í fótboltanum, ég spilaði tvo æfingaleiki með þeim um helgina og gekk ágætlega..Ég veit samt ekki hvort að ég nenni að skuldbinda mig til að spila fótbolta þangað til í Octóber hér í USA, ég get ekki unnið og spilað bolta.....og svo gæti verið að mig langi heim til Íslands í sumar, Ísland er jú samkvæmt stuðmönnum 'land tækifæranna' og það væri ekki leiðinlegt að koma heim í sumar ...............,,,,þetta er allt í vinnslu ennþá, vega kosti og galla......

Frjálsíþróttaæfing klukkan 7am í fyrramálið, 20 krakkar á aldrinum 14-17 ára þurfa að treysta á snilldar-reynslu og hæfileika mína í því að þjálfa í greinum eins og spjótkasti, stangarstökki, 100m hlaupi (ég kannski ekki þekktur fyrir að vera sterkur á því sviði), kúluvarpi og sleggjukasti (ha ha),,,,,,---Fyrsta mótið er næsta fimmtudag og ég ætla pottþétt að láta LULLU taka myndavélina á það.....kallinn ekki bara að fara í sitt fyrsta frjálsíþróttamót á ævinni, heldur er ég hvorki meira né minna en aðalþjálfarinn (shitturinn..þetta er rokk and roll).......

Þetta kallar maður allavegana að skella sér útí Djúpu Laugina, nú er bara að sjá hvort ég syndi eða sökkvi.

Keep on running,
Rock on
Ljónið

Monday, April 03, 2006

 

Track and Field

Ljónið er búið að koma sér í mestu vitleysuna hingað til núna.

Málið er það að ég var beðinn um að taka að mér verkefni hjá High School-inu sem ég þjálfa stelpufótboltaliðið....Frjálsíþróttaþjálfarinn hjá Skólanum varð að hætta fyrirvaralaust vegna veikinda og frjálsíþróttaliðinu vantar þjálfara sem getur hlaupið í skarðið eins fljótt og mögulegt er.....
Þeir höfðu samband við mig á föstudaginn vegna þess að ég er inní kerfinu hjá skólanum (búið að taka fingraför, sakaskrá og allt það kjaftaæði sem tekur vanalega um 2-3 vikur að gera klárt) og báðu mig að taka við liðinu og sjá um frjálsíþróttaæfingar næstu vikurnar....Ég sagði þeim að ég hefði aldrei þjálfað frjálsar áður en sagði að líklegast væri þetta ekkert flókið og ég gæti líklega skellt mér í þetta og reddað þeim þar sem æfingar eru klukkan 6.00 á morgnana Mánudag til Föstudags..........Þeir voru svo ánægðir að ég gæti þetta að þeir bara smelltu þessu í gegn og ég var með fyrstu æfinguna mína í dag (sunnudagur)

Það sem ég komst að er að þetta er aðeins flóknara en ég gerði mér grein fyrir....Nokkrir hlutir sem ég komst að í dag sem ég á eftir að lenda í dálitlum vandræðum með.
1. Hluti af þjálfuninni er að þjálfa spjótkastara (og ég hef aldrei kastað spjóti á ævi minni)
2. Hástökk (einu kynni mín af hástökki eru úr leikfimi í Melaskóla, og ég mætti aldrei í leikfimi í Melaskóla)
3. 4x100 metra hlaup er ekki eins einfalt og það lýtur út fyrir að vera á Olympics (það er viss tækni að koma keflinu á milli manna ofl.)
4. Hvernig í andskotanum á ég að halda úti 90mínútna æfingu á hverjum morgni í 6 vikur????????

Þannig að næstu vikurnar verða spennandi, á ég eftir að skapa nýja Marlene Ottee eða Carl Lewis....eða nýjan Einar Vilhjálmsson...ha ha ha ha...þetta verða fyndnar vikur og skemmtilegir morgnar vonandi.

PEACE OUT,
BEN JOHNSON

This page is powered by Blogger. Isn't yours?