Friday, April 29, 2005

 

Panderson's last act

I kvold verdur sidasta show "THE PANDERSON" i bili. Bandid samanstendur af mer, gitarleikari og adalsongvari. Rob Anderson, munnhorpuleikari og dansari. Tom B, bongotrommur og bakraddir. Steve Owens, dansari og crowd pleaser, verdur samt eitthvad lelegur i kvold vegna tess ad hann sleit krossbondin a aefingu i vikunni.

Vid erum bunir ad spila saman nuna i 1 og halft ar og alltaf (ad mig minnir) vakid lukku tegar vid spilum.
I kvold er eg meira ad segja buinn ad setja saman songbok fyrir folkid ad syngja med (Amerikanar kunna ekki einn fokking lagatexta, teir kunna vidlagid a vinsaelasta rapplaginu hverju sinni, en ekkert meira en tad, er tad ekki kannski bara Hamark yfirbordkenndarinnar?)

Lagalistinn er ansi skrautlegur, login sem mer finnst skemmtilegast ad spila eru "Dust in the Wind" (Old School)og erindid tegar vid syngjum "Just a drop of Water in the Endless Sea,..o.s.f.v er meistaralega samsett af okkur (to eg segi sjalfur fra), Afternoon Delight (Anchorman) og ad sjalfsogdu Eye of the Tiger, tegar vid forum ur ad ofan og bidjum ta sem tora ad gera tad lika...(Yfirleitt fara svona 80-90% af strakunum i herberginu ur ad ofan).

Eg er samt ordinn dalitid stressadur tvi ad gestalistinn er ordinn mun meiri en vid radum vid (Rob er buinn ad bjoda yfir 50 manns, og tar sem teir aetla ad vera med party i husinu sinu, ta gaeti tetta audveldlega farid hatt i 100 manns, En "what a fuck", tilhvers ad stressa sig a tvi.

Vid erum bunir ad tala um ad brjota hljodfaerin okkar i midju sidasta laginu, en tad gaeti ordid frekar lelegt, vegna tess ad eg myndi turfa ad brjota kassagitarinn minn, Tom brjota bongotrommuna sina og Rob tyrfti ad reyna ad stroggla vid ad beygla munnhorpuna sina....Gaeti samt verid fyndid. (En eg timi varla ad brjota gitarinn).

Afmaelid i gar var dundur stud, jazzbar og matur. Svo hitti eg vinina a Jack n' Dans og stud, eitt sem pirradi mig to er ad allir eru alltaf ad bjoda einhver ogedsleg skot, tegar madur a afmaeli,,,, eg skil tad ekki. Tad er ekki eins og eg eigi eftir ad lenda i vandraedum med ad koma oni mig bjor allt kvoldid.....

Eftir kvoldid i kvold tarf eg samt ad fara ad laera "like a motherfucker", eg er buinn ad setja allt a frest undnafarna daga og vikur. Tarf lika adeins ad paela hvort eg aetli til Islands i sumar, spila med Val? (Valur var ad fa einhvern breta 173 cm og 65 kilo, eg er staerri 175 og tyngri en hann 69kg, tannig ad tetta verdur engin samkeppni, eg fer bara med viktina og malbandid til Willum og bid hann um ad reyna ad rettlaeta ad hafa mig ekki i lidinu, malid er dautt)
Annars langar mig til Islands til ad na Eurovision, 20 mai..vaeri samt frekar vitlaust ad borga flug heim til ad na Eurovision, eg veit tad samt ekki.

Jaeja, eg er off to class,
Red

Thursday, April 28, 2005

 

So you say its your birthday

Wzup,
Já kallinn á afmæli enn eitt árið, planið er að klára eitt stykki próf í Strategic Change, út að borða og svo vonandi 'stanzlaust stuð að eilífu a la Páll Óskar.'

Annars er ég nokkuð hress í dag. Og ætla að hlusta á uppáhalds-afmælislagið mitt í allan dag 'Birthday' af the white album með the Beatles. (I would like you dance, take a cha cha cha chance, BIRTHDAY)
kveðja
Red

Wednesday, April 27, 2005

 

Þessir tveir voru í grillveislunni um helgina. Þessi með Mexicana hattinn er Mike McCarthy og er markmannsþjálfarinn hjá fótboltaliðinu. Hinn náunginn er baseball leikmaður...en það sem mér langar að vita er 'hvað í andskotanum er hann að gera með þennan perrasvip fyrir aftan Mike', og Mike virðist bara fíla það.
Posted by Hello

Tuesday, April 26, 2005

 

EAT THE FIRE

Búinn að vera ansi lélegur að blogga undanfarið, búinn að vera súperbusy eins og maður segir. Stanzlaus fyllirí, fótboltaleikir og atvinnuviðtöl og svo einhversstaðar inná milli hef ég reynt að skrifa lokaritgerðnar og læra fyrir prófin.
Á laugardaginn ákvað ég að skella út grillinu og bauð til grill-veislu, Themað var Mexicana hattur, og ég var kominn út klukkan 15.00 með bjór og allt klárt, stillti græjunum útí garð og ready í action (með helvítis mexicana hattinn)....heyrðu, heldurðu að fyrsti gesturinn hafi ekki komið klukkan 18.00 og ég náttúrulega orðinn alveg grillaður af vökvatapi frá sólinni og búinn með meirihlutann af bjórnum, plús það að gestirnir sem fóru að rúlla inní garðinn einn á eftir öðrum voru flestir líka búnir með allnokkra bjóra, og grillveislan endaði í fótboltaveislu í garðinum...og ég endaði með að grilla 2 kjúklingabringur, þrátt fyrir að yfir 10 manns hafi mætt í veisluna, flestir voru meira uppteknir af því að fá sér bjór og íslenska brennivínið kom sterkt inn þegar klukkan var farin að nálgast miðnætti.
Eftir þetta tók barinn við, og þar fórum við á hina heilögu þrenningu, The Star, The Bulldog og endað á Jackn´Dans.

Eftir það hittum við einhvað fólk sem bauð okkur í eftirpartý þar sem þau ætluðu að kveikja varðeld í garðinum hjá sér (bonfire). Það reyndist algjör snilld, sérstaklega einn náunginn þarna sem ákvað að rífa sig úr að ofan og 'Eat the fire' eins og hann sagði. Hann ætlaði að stinga hausnum á sér oní eldinn og vera þvílík hetja...Mér fannst þetta svo fyndið (enda kominn vel á þriðja bjór) að ég byrjaði að espa hann upp, reif mig líka úr að ofan og byrjaði að gera smá grín að honum, enda var ég með 6 vini mína þarna og allir með Mexicana hatt. Strákurinn varð ógeðslega pirraður á mér og ákvað að hætta við að eat the fire og í staðinn að slást við mig. Hann tók af sér úrið sitt, sem hann kallaði demantsúr og sagði að ég mætti eiga það ef ég gæti unnið hann í slag. Ég var ekkert á því að fara að slást við hann, enda lítill tilgangur í því og tók því ekki áskoruninni. Þá ákvað hann að bjóða hverjum sem er að slást við sig.......þá ákváðum við 'mexicana gengið' vinsamlegast að biðja hann að fara og hann fór þegjandi og hljóðalaust...(frekar skrítin týpa þessi strákur, og ég hef aldrei séð hann áður á ævi minni)

Á mánudagskvöldið hélt ég aftur grillveislu, en núna bara í rólegri kantinum og bara rauðvín og spjall, fyrst bara ég og Þuríður, svo var klukkan alltíeinu orðin 12 á miðnætti og við vorum orðin 8 í garðinum og bjór kominn í spilið. Uppúr þessu öllu saman er komið þvílíkt plan varðandi grillveislu um helgina, og lokatónleikar Panderson. Við settum meira að segja saman lagalista og ætlum að gefa út 20 gítarbækur fyrir helgi. En aðeins með 5-10 lögum.

Panderson are coming
Red

Friday, April 22, 2005

 

Ég var að fá þessa mynd senda til mín. Þetta var í partýi í vetur þar sem ég varð dálítið hress. Sá sem heldur á mér heitir Luke Miller, og hefur aldrei séð Star Wars, en hefur aftur á móti drukkið þónokkra Miller bjóra.
Posted by Hello

Thursday, April 21, 2005

 

Kynþátta-mismunun

Fyndið hvernig manni var kennt munurinn á kynþáttum í leikskóla þegar maður var lítill.

'Allt sem er gult, gult, finnst mér vera fallegt..fyrir vin minn litla Kínverjann'
'allt sem er svart, svart, finnst mér vera fallegt..fyrir vin minn litla Svertingjann'
og svo framvegis.....frekar skemmtilegt.

Ég er loksins búinn að finna árángursríka leið til að losna við telemarketer hérna. En þeir hringja allan sólarhringinn og bjóða manni creditkort eða eitthvað bull.
Fyrst þegar ég kom hingað til USA var ég alltaf ógeðslega kurteis og eyddi heillöngum tíma í að tala og eiga business við þetta fólk, svo komst ég að því að þetta er bara sölubrella, þau eru ekki að gefa manni neitt, þá fór ég að reyna losna við það kurteisislega, en málið er bara að þetta fólk fer ekki úr símanum....alltaf sama, but, MR. Arni wait a second, have you considered....bla bla bla...
En núna er ég kominn með nýtt trikk, sem bæði skemmtir mér. Í morgun hringdi einn í mig.

'HI Arni Petersson, my name is Cindy from CTI bank in Arizona and I want to offer you a new Master card that has......ta sagði ég, 'Cindy, if you fucking call here again, I´ll go to Arizona and kill you'....þá kom stutt pása í símann og svo var sagt 'thank you'...og skellt á.

Þetta ætti að kenna henni. En ég er búinn að skrá mig oft úr þessum telemarketer lista, en þeir halda bara áfram að hringja. Og þeir hringja stundum klukkan 8 á morgnana á laugardögum, helvítis fíflin. Þex vegna, fín lausn.

Peace
Cindy

Wednesday, April 20, 2005

 

The Office

Búinn að vera horfa undanfarnar vikur á bandarísku útgáfuna af The Office og verð bara að segja að hún er tær snilld, ógeðslega fyndnir karacterar. Náunginn sem leikur aðalhlutverkið er Steve Caroll, http://www.nbc.com/The_Office/ vitlausi náunginn úr 'The anchorman' með Will Farrell og er þvílíkt fyndinn..semsagt að gera góða hluti.

Spilaði leik í gær eftir fjarkann og náði að setja þrennu í 4-2 sigri. "Bjórinn er bara kolvetni sagði einhver."

Stefni á afmælis-grill-veislu um helgina, fimmta afmælið mitt í röð hérna í Spokane, sem er merkilegt fyrir þær sakir að ég hef aðeins 18 sinnum átt afmæli á Íslandi, 1 sinni á Canary 9 ára, 1 sinni í Írlandi 14 ára, 1 sinni í Skotlandi 19 ára, og svo 5 sinnum í Spokane. Þannig að maður er að verða meiri Kani með hverjum deginum. Ætla að reyna drekka einn bjór fyrir hvert ár, einmitt.

Peace
Red

Monday, April 18, 2005

 

I love disco

Helgin a enda og tetta skiptid var fjarkinn tekinn ef tad er til. Visa til Freys Karlsonar (tessi helgi var tristurinn tekinn). Teir sem skilja tetta vita hvad tad tydir.

Helvitis geisladiskafyrirtaekid sem eg er med reikning hja er ad rida mer i rassgatid tessa dagana. Eg fekk sendann disk fra teim an tess ad eg hafi pantad hann og teir rukkudu kortid mitt $26, tetta er teirra leid ad na pening, tetta var diskur sem teir settu a listann minn og eg nadi ekki ad afpanta hann fyrir the deadline, og tar af leidandi sendu teir mer hann. Til ad gera malid enn verra ta heitir diskurinn "I love disco" og er tvofaldur. Eg akvad i morgun ad senda diskinn til baka og reyna fa endurgreitt, vonandi gengur tad eftir, annars sit eg eftir med engann disk fyrir $26. Ta er buid ad double taka mig, en svona er lifid...
I framhaldi af tessu skodadi eg my featured selection og komst ad tvi ad naesti diskur sem sendur yrdi til min vaeri, KELLY CLARKSON...eg var ekki lengi ad afpanta hann, og er semsagt kominn ahead of the game.

Naest a dagskra er klipping, eg er kominn med afro, og sittad aftan mix, ekki toff.

Fotboltamot alla vikuna, stefni a ad verda markahaestur og WIN THE FUCKING CUP (eins og markmadurinn sagdi svo skemmtilega um arid).

Fridur
RED

Sunday, April 17, 2005

 

Wazzuppp

Sýningin hjá Lullu var á fimmtudaginn og tókst mjög vel, meirihlutinn seldist á opnuninni. Pósta myndir af þessu fljótlega. gott stuff.

Annars er búið að vera mikið að gera á barnum undanfarið, enda flestir sem eru að fara útskrifast að átta sig á því að nú er skólinn að verða búinn og þeir eru búnir að eyða fjórum-fimm árum í það að vera heima allar helgar og læra. Þannig að þau reyna að vinna upp öll fjögur árin á síðustu fjórum vikunum.....

Í dag er hið árlega Rugby reunion, og það þýðir leikur hjá gömlu rugby spilurunum á móti núverandi spilurunum og svo er þvílíkt 'drink up' party á eftir, þar sem allir þessir geðsjúklingar drekka sig blindfulla, borða heilt svín, og slást þess á milli. Gömlu spilararnir mættu flestir í bæinn á miðvikudaginn og eru búnir að vera stanzlaust fullir síðan. Einn þeirra er þvílíkur Liverpool maður, og alltaf þegar hann sér mig, þá þarf hann að segja mér allt sem er að gerast hjá Liverpool,,,ég alltaf ógeðslega spenntur með það.
Ég hugsa nú að ég skelli mér í the 'drink up' með þeim, enda flestir vinir mínir hérna í Spokane tengdir rugby liðinu á einn eða annan hátt...Ætla samt að vera rólegur og fá mér bara 2-3 bjóra!!!!!....Einmitt, sé hvernig það á eftir að ganga hjá mér!! Ég á líklegast eftir að enda með gítarinn langfyllstur að spila Britney Spears og eitthvað bull. Sjáum hvað gerist.

Come on lads,
Red

Thursday, April 14, 2005

 

Frank (í rauðu skyrtunni) er farinn til Evrópu, hann veit ekki alveg hvert hann ætlaði, en líklegast til Ítalíu, hann er þekktastur fyrir að drekka um 10 bjóra á dag að meðaltali, reykja um 1 gramm af grasi og borða ógrynni af mat á meðan öllu þessu stendur. Samt gaman að þessu. Ef þið hitttið manninn, vinsamlegast sendið hann heim.
Posted by Hello
 

Crazy man

Djöfull er ég orðinn þreyttur á fótbolta umfjölluninni hérna í Spokane. Í mogganum hérna (Spokesman Review) er aldrei minnst á fótbolta (soccer) nema að það sé eitthvað neikvætt, t.d. í þessari viku eru búnar að koma tvær fréttir af fótbolta frá Evrópu í íþróttasíðunni. Fyrsta kom á mánudaginn og var um það þegar Celtic og eitthvað annað lið mættust í skotlandi, það átti að vera 1. mínútu þögn v. dauða páfans, og stuðningsmenn hins liðsins púuðu allan tímann (til að dissa stuðningsmenn Celtic). Blöðin hérna létu þetta líta út eins og þvílíka vanvirðingu við sjálfan páfann.
Seinni fréttin var um Milan - Inter leikinn, þeir meira segja sýndu frá því í Local fréttunum hérna....og allir segja...'those crazy soccer hooligans', they´re crazy over there (in Europe).
...........Einmitt, já það er miklu betra hérna í USA, hér eru engir hooligans en í staðinn er ekki óalgengt að krakkar komi í High school með byssu og skjóti nokkra af samnemendum sínum, thank god you don´t have hooligans.

Monday, April 11, 2005

 

Póker helgi

Viðburðarrík helgi á enda og stóð ég mig ansi vel í drykkjunni.

Fimmtudeginum var bara hefðbundið djamm með karokee og vitleysu.
Á föstudagskvöldinu fór ég ásamt 4 vinum mínum hérna í Póker heima hjá einum þeirra, við lögðum allir $20 í pott og spiluðum í um 2 klst. eða þangað til ég var búinn að hreinsa borðið...þá spyr einn vina minna, Goody (sem er bareigandi hérna i Spokane), hvort við værum ekki til í að fara í alvöru póker, hann viti nefnlega um nokkra stráka sem eru að fara spila uppá meiri pening annars-staðar í bænum..Ég, sem var á þvílíku run, var að sjálfsögðu tilbúinn í það en enginn annar vina okkar, það endaði því með því að ég og Goody skelltum okkur í hinn enda bæjarins til að spila póker á móti einhverjum gangsterum..
Við vorum 5 sem spiluðum þarna um kvöldið og hver lagði $100 í pottinn og ákvaðum að sigurvegarinn myndi fá $400 og annað sætið $100....spiluðum í einhverri ógeðslegri stofu með eitthvað skítugt rapp í gangi og svo reyktu þeir gras allan tímann og skoluðu því niður með bjór. Þannig að þetta var svona frekar drullugt andrúmsloft en ég var rólegur yfir þessu vegna þess að Goody virtist þekkja þetta lið..Svo byrja menn að detta út hægt og rólega og klukkan að nálgast 2.00 um nóttina þegar allir eru dottnir út nema ég og einhver geðsjúklingur í wife-beater bol sem bjó þarna í húsinu. Goody var farinn og ég einn í rassgati á móti þessum ruglhausi sem reykti örugglega 1.gramm af grasi á móti hverjum 2 bjórum sem hann drakk og var satt best að segja orðinn vel fucked up, en spilaði samt furðu vel ennþá. Úr því við vorum tveir eftir þá ákváðum við að spila bara áfram uppá allt saman og unnum til skiptis í um 2 klst....Þá gerðist nokkuð skemmtilegt, ég fékk straight flush, K-Q-J-T-9 í tígli og á sama tíma fékk hann rod med A-K-Q-J-T en i mismunandi sortum og við nátturulega hækkuðum báðir allt saman og enduðum með að henda öllu inn...og ég náttúrulega vann, hann varð ekkert smá pirraður enda ekki á hverjum degi sem þú færð spilin sem hann var með...eftir þetta var eftirleikurinn auðveldur og ég kláraði leikinn....ég var nú alltaf smá smeykur að hann myndi taka upp byssu og segja mér að drulla mér út, en það gerði hann ekki og tók bara tapinu vel, enda fékk hann $100 aftur, þannig að í rauninni tapaði hann engu.

Laugardagurinn var svo tekinn hátiðlega, enda loaded with cash, skelltum okkur að horfa á United ´skíta í sig, og ég smakkaði nokkr glös af uppáhaldsbjórnum mínum þessa dagana, Guinness...svo endadi dagurinn og kvöldið í stanslausu partý hjá Fótboltaliðinu, þar sem Piano man lagið með Billy Joel var tekið hátiðlegt með hópfaðmlagi og að sjálfsögðu allir berir að ofan..Þuríður náði líka að starta fótboltaleik í garðinum, þar sem fleiri tæklingar áttu sér stað en ég hef nokkurn tímann orðið vitni að í fótboltaleik í USA.

Niðurstaðan var semsagt, hat-trick helgi, sigur í póker og ekki litið í bók...

Listsýningin hjá Lullu á Fimmtudaginn, Seattle um helgina og ????

Peace
Red

Thursday, April 07, 2005

 

Feitur dómari

Lítið að gerast hérna, nema bandaríkjamenn eru að fara yfirum vegna þess að olían er að hækka. Í dag kostar bensínið um $2.10 per gallon, sem þýðir að líterinn kostar, ef ég er að reikna þetta rétt, u.þ.b. 130kr per gallon, sem þýðir að líterinn kostar undir 30krónum.
Ég vona að bensínlíterinn fari yfir $4.00, þá fara þessir feitu kanar kannski að hætta kaupa sér risa bíla, það er bara ekki eðlilegt að hver einasti maður sem maður þekkir á risa jeppa eða pallbíl......

Talandi um fitu, þá horfði ég á leikinn hjá Chelsea og B.Munchen í dag,,og dómarinn var ekkert smá feitur, ég held að þetta sé feitasti dómari sem ég hef séð dæma, hvernig í andskotanum hefur hann komist í gegnum hlaupatestin og allt þetta kjaftaæði sem UEFA er með..Kannski að hann hafi verið kominn að niðurlotum vegna fiiiiiiitu, þegar hann dæmdi þetta kjaftaæðis víti í lokin, annars þoli ég ekki þjóðverja í fótbolta, varð að koma því að.

Annars var gaman að sjá Eið spila, hann er að spila ekkert smá vel, lék sér að þessum köllum. Var maður leiksins ásamt Lampard að mínu mati, og sendingin hans á Duff var fokking snilld, svo verð ég líka að segja það að ég er ekki að fíla Drogba, leiðinlegur leikmaður sem er ofmetinn dálítið að mínu mati, Eiður er mun betri.

Verður gaman ef Milan mætir Chelsea í úrslitum, draumaúrslitaleikur í stöðunni. Hvenær er annars úrslitaleikurinn?

peace
Rauður

Wednesday, April 06, 2005

 

Ljónið að bíta

Lenti í tæklingu á æfingu í dag sem er ekki merkilegt nema að strákurinn sem lenti í tæklingunni við mig, festi hnéskelina sína í Vatnsúða (sprinkler head) sem stóð uppúr grasinu, og allt hnéð á honum flagnaði upp og sást greinilega í hvíta hnéskelina á honum...þetta var fokking ógeðslegt, og gæjinn (Grant heitir hann) fékk gjörsamlega taugaáfall þegar hann sá löppina á sér, hann var tekinn upp á sjúkrahús og saumaður sundur og saman....þetta kennir mönnum að renna sér ekki nálægt ljóninu, því það bítur fast. (Nei, vona annars að hann verði fljótur að ná sér)

Eins og staðan er í dag er líklegast að ég komi heim í sumarfrí um miðjan maí. Nokkrir skemmtilegir hlutir í gangi þessa dagana.

Ég fór um daginn í Winery (eða Vínekru) hérna í Washington og smakkaði ógeðslega gott rauðvín sem er bruggað í verksmiðjunni, og fannst ógeðslega sniðugt að kaupa 12 rauðvínsflöskur vegna þess að það kostaði bara rúmlega $60. Núna eru þrír dagar frá kaupunum og 8 flöskur eftir, þannig að maður er búinn að vera duglegur, og Þuríður líka, hún endaði á The Star í gær en ekki ég...djöfull er maður að þroskast.

Friður í bili
Rauður

Tuesday, April 05, 2005

 

Svartann páfa takk

US Focking A, eins og maðurinn sagði svo skemmtilega, eða u ess að ríða a. Gott að pæla vel í þessu.

Þakklátur síðasta skátanum fyrir að benda mér á það að Björgólfur er ekki billjónamæringur, heldur milljarðamæringur, þar sem billjónamæringur í ensku er milljarðamæringur á íslensku. (Vísa hér með í comment í síðasta pósti milli mín og skátans og links, til að fá úr öllu þessu skorið)

Annars finnst mér þetta með páfann dálítið 'hype' ef ég á að segja eins og er (og vonandi fer ég ekki beint til helvítis). Það eru allir að tala um hversu mikilvægur, merkilegur og æðislegur maður hann hafi verið, og ég get alveg verið sammála því.
Mér finnst samt fyndið að það talar enginn um alla kynferðisglæpina sem uppljóstraðir voru innan Kaþólsku kirkjunnar í valdatíð hans, mér finnst það líklegast eitt mesta afrek páfans. En Kaþólska kirkjan vill gleyma því, því það svertir mannorð hennar.
Ég er að læra í Kaþólskum háskóla og finnst þetta bara alltof mikið 'hype'. sorry. Er ekki að kaupa þetta og gæti ekki verið meira sama hver verður næsti páfi, en vona að hann verði svartur. Væri fyndið, vegna þess að fólk tengir alltaf páfann við eitthvað hvítt, pure og heilagt,,,,,,svartur páfi er málið.

Póker gambling tíminn minn er algjör snilld, hann er eitthvað að reyna blanda Game Theory úr Economics inní þetta og gera þetta voða fræðilegt, en bottom line er það að lokaprófið verður Texas Hold´em Póker, þar sem spilað verður þangað til einn endar með allt og skv. syllabus, eigum við að gefa ágóðann til Charity, en það er bullshit, þetta fer beint á barinn, og ég er nokkuð viss um að ég eigi eftir að ná langt.

University of North Carolina vann úrslitaleikinn í kvöld í háskólaboltanum, hélt með Illinois og var því ekki sáttur, en UNC spilaði betur í kvöld, gott stuff.

Peace
Red

Monday, April 04, 2005

 

Þunglyndi

Sunnudagur, rigning og ekkert í gangi nema NBA, hálfgert þunglyndi þessa dagana. Nenni ekki að læra heldur, kominn með ógeð af því...

Keypti mér 4four2 fótboltablaðið, þar voru valdir 100 bestu leikmennirnir á Bretlandi fyrir utan úrvalsdeildina, við Íslendingar áttum einn á listanum Heiðar Helguson var númer 37, önnur góðkunn nöfn á listanum voru Sheringham og fíflið hann Paul Ince. Annars var ekkert skemmtilegt í þessu annars leiðinlega blaði.
Keypti líka Forbes tímaritið, þar sem allir Billjónamæringarnir í heiminum voru taldir upp og eigur þeirra, þurfti að kaupa blaðið útaf research ritgerð sem ég er að gera um Phil Knight fyrrum forstjóra Nike. Athyglisverðast í þessu blaði var að Björgólfur Þ. var talinn upp sem einn af billjona mæringunum í Evrópu með 1.4 billjónir dollara. Annað athyglisvert var að ríkasti knattspyrnumaðurinn í Evrópu samkvæmt þessu blaði er enginn annar en Fredrik Ljunberg úr Arsenal, hann er ríkari en Björgólfur og er víst að meika það í fasteigna bransanum í Svíþjóð. Ekki hefði mig grunað það.

Hvenær ætli maður eignist billjón $????? Hvað eru mörg núll í billjón.

Sin City var fokking snilld, gef henni 3 og hálfan ÁRNA, og ætla á hana aftur bráðlega.

Kings of Leon eru að koma hérna til Spokane og halda tónleika í lok apríl. Ég er búinn að heyra eitthvað að þeir séu voða góðir...Er það málið??? Einhver diskur eða Lag sem einhver mælir með tli að heyra stuffið þeirra.

Er ad fara i skemmtilegan tima i skolanum i fyrra-malid, hlakkar mikid til, Economics of gambling, spilum vist Texas Hold'em poker og einhvernveginn yfirfaerum tad yfir a lifid. Vonandi verdur tetta athyglisvert, her er linkur a timann http://www.jepson.gonzaga.edu/friesner2/MBUS689/Syllabus.doc

PEACE,
Rauður

Sunday, April 03, 2005

 

Þetta er búið

Núna er þetta officially búið í Ensku deildinni, Eiður og félagar taka helvítis dolluna, Utd. verður bara að púzzla sér saman í sumar og negla þetta næsta haust. Vona þá að Chelsea vinni líka Champions League, það væri gaman.

Búin að vera ansi róleg helgi, smá bjór og sull í gær á Jack n´Dans en var furðulega rólegur, enda nýkominn uppúr mígreni dauðans og var ekki tilbúinn að detta í annan hausverk á næstunni.

Ég og Laubbi vorum að tala um Hróaskeldu næsta sumar, við erum einhvern veginn búnir að komast að því að Ísland er of lítið fyrir okkur. Okkur vantar meira challenge, þannig að stefnan verður sett á Danmörku í lok júní þarsem ég verð ekki heima í Ágúst til að halda Verslunarmannahelgina heilaga, eins og ég er búinn að gera undanfarin 8 ár. Við ætlum að reyna smala saman föruneytinu: Síðasti Skáti, The Hawk,,,....nú er um að gera að stilla talstöðvarnar á réttu tíðnina því við verðum með neyðarköll stanzlaust næsta mánuðinn...Þeir sem eiga ekki talstöðvar en eru tilbúnir í að sameinast föruneytinu, skulu vinsamlegast senda mér e-mail eða tala við Guðrúnu á kassanum í Rúmfatalagernum í Kópavogi, leyniorðið er: 'loðin kisa í sturtu'.

Ætla að skella mér á myndina Sin City í kvöld, heldur mér frá barnum að geta loksins farið í bíó. Hef ekki farið síðan í lok janúar að ég held.

Friður
Rauða Perlan

Friday, April 01, 2005

 

April fool day

Hvað er málið með páfann??
Ég dauð-vorkenni manninum, standandi þarna og veifandi fólki með slöngu í andlitinu. Er ekki spurning um að gefa manninum frið? Hlýtur að vera mikilvægara en að veifa fólki á götunni!!

Fékk mígreni dauðans í dag, bara allt í einu, var fínn eina mínútuna, svo bara blinda og hausverkur í nokkra klukkutíma. Og ég sem hélt að ég væri búinn að finna lækningu á mígreni...með því að drekka nógu andskoti mikið af vatni...ég þarf semsagt að fara vinna aftur í læknisfræðinni minni....kannski er þetta bjórleysi undanfarið.,,,Já, það hlýtur að vera það...fer að vinna í þessu....minnka lærdóminn, eyk barheimsóknirnar og sé hvað gerist.

1. apríl í dag. Þarf að hrekkja einhvern allsvakalega, ég er með gott plott í gangi, blogga um það á morgun og læt vita hvort það virkaði.

Annars er bara eitt hægt að segja um síðastliðinn mars mánuð: LIFE'S A BITCH, THEN YOU DIE!!!!
Og eins gott að ég fari að lifa eftir heimsspeki commentinu hans Lennon, 'Life´s what happens to you while you´re busy making other plans...

Annars verður maður dauður á morgun og veit ekkert hvað gerðist í gær.

Peace og vonandi verður apríl, afmælismánuður minn, betri en mars var. Stefni á að halda risa-afmælis-kveðjuveislu hérna í lok mánaðarins. Allir á Íslandi velkomnir, bara hringja á undan.

Árni

This page is powered by Blogger. Isn't yours?