Wednesday, March 30, 2005

 

Strakurinn faer prik i kladdann

"Gunnar Heiðar Þorvaldsson var einnig að spila sinn fyrsta landsleik en hann kom inná í nokkrar mínútur í lokin. Kári Árnason átti öllu athyglisverðari leik en líkt og Hannes og Gunnar var þessi númer 1 í röðinni. Kári kom inná og eftir 3 mínútur inni á vellinum sparkaði hann í hnéð á einum Ítalanum. Kári fékk beint rautt spjald fyrir vikið sem var líklega verðskuldaður dómur." (www.fotbolti.net)

Ja, hann Kari byrjadi tetta med stael, ogedslega fyndid. Liklegast i einhverjar metabaekur, fljotastur ad fara utaf i fyrsta leik sinum med landslidid. Kannski Kari hafi slegid heimsmet? Veit einhver med tad?

Allavega, gott ad vid topudum ekki i tetta skiptid. Verd ad sja tetta atvik.

Kvedja
Raudur

Tuesday, March 29, 2005

 

Squeel like a pig.

Páskarnir voru skemmtilegir, dottið í það, elduðum lamb og lentum í vitleysu, verður ekki betra.

Á föstudaginn fór ég á fund hjá ráðgjafanum mínum og prófessor Dr.Rutherford, við ákváðum að taka fundinn á barinn til að geta fylgst með háskólakörfuboltanum. Ég ætlaði að fá mér einn bjór, svo leið kvöldið og áður en ég vissi af var komið miðnætti og ég lentur í samræðum við einhverja vitleysinga sem voru að halda því fram að ´The evolution' myndi gera það að verkum að hvíti maðurinn myndi deyja út eins og risaeðlurnar, og svertinginn myndi verða næsti ráðandi kynstofn....Það sem gerði þetta fyndið var að ég tók þetta víst dálítið alvarlega og ruglaði þessu öllu saman og fór að tala um að hvíti maðurinn myndi brátt verða eins og risaeðlurnar vegna þess að svertingjarnir vinna svo mörg gull alltaf á Ólympíuleikunum,,,,,flestir sem hlustuðu á mig tala þetta kvöld, héldu að ég væri orðinn geðveikur..Seinna um kvöldið þegar barinn er að loka, þá kemur barþjónninn á staðnum með símann og segir að það sé síminn til min..ég var viss um að þetta væri eitthvað bull, nei heyrðu, þá var þetta einn félagi minn sem ég hafði ekki hitt allt kvöldið að hringja í mig vegna þess að hann gleymdi bíllyklunum í bílnum sínum fyrir utan THe Star, sem er bar þarna rétt hjá.....Ég var semsagt sendur í mission blindfullur að ná í bíllyklana, ég gerði gott betur, því ég náði í bílinn hans og keyrði hann heim til mín, hefði vafalaust misst prófið ef einhver hefði stoppað mig......ég var með mission,,,,,talaði svo aftur við félaga minn daginn eftir, þá átti ég víst bara að ná í bíllyklana úr bílnum, ekki bílinn.

Komst líka að því hvaða gæludýr ég fæ mér á næstunni. African Grey fugl, það er víst hægt að kenna þeim að tala þvílíkt mikið og þeir lifa um 90 ár. Fullnægjir öllu sem ég vil frá gæludýri, það á eftir að lifa lengur en ég, og talar. Bara gott.

Sá líka snilldarmynd, Deliverance með Burt Reynolds og John Voight,,,ógeðslega góð og 'the mountain people' sitja í hausnum á mér enn í dag. 'Squeel like a pig'....íj´jíji´´.......

Friður,
Red

Friday, March 25, 2005

 

Páskar

Búinn að sætta mig við Fischer og að hann sé orðinn ríkisborgari, enda var það áramótaheitið mitt í ár að 'hætta pirra mig endalaust á hlutum sem ég get ekki breytt'....veðrið, íþróttaúrslit, umferðin, fólk sem er fífl, útvarps-dagskrá, tölvu-vandamál, þegar hringt er í vitlaust númer, og kínverskur matur, eru allt mál sem eru ofarlega á listanum hjá mér að hætta að pirra mig yfir og nú hef ég skellt bobby fischer á listann.

Páskarnir framundan og ekkert plan fram-undan, klára prófin á laugardagsmorguninn og fæ frí á Sunnudag og Mánudag, skelli mér líklegast í skóginn þar sem ég hitti björninn í fyrra og fer að fjalla-hjólast, finnst það ekkert smá gaman, ætti kannski að vera sniðugur og fá mér hjálm,,,en eins og fyrri daginn þá getur maður ekki fórnað coolinu fyrir öryggið, þá væri maður að fara úr Karacter.
Stefni samt á að vakna snemma í fyrra-málið (föstudag) og vaka langi, láta þetta vera alvöru föstudaginn langa.

PS. Fimmtu páskarnir mínir í USA og ég er nú ekkert enn farinn að sakna páska-eggjanna. Enda er ég sáttur ef ég fæ Kit-Kat eða Twix daglega, það er eins og páskaegg fyrir mig. Hins vegar sakna ég þess að eiga afmæli á Íslandi og líka bolludagsins, það var alltaf uppáhalds hátíðisdagurinn minn í gamla daga, þó ég hafi aldrei þolað bakarís-bollur, kannski hefur það samt lagast á undanförnum fimm árum. Sissi bakari kannski að gera góða hluti, bollan kr.859-takk.

God bless (eins og frændi minn orðaði svo skemmtilega við útlensku kærustuna sína)
Ljónið

Thursday, March 24, 2005

 

BF

"Ég ætla ekki að búa á Íslandi alla daga allt árið," svaraði Fischer spurningu mbl.is um hvort hann hygðist setjast varanlega að á Íslandi. "Fyrsta verk mitt verður að klára skákklukkuna," sagði Fischer en hann hefur unnið um dagana að gerð skákklukku sem hann segir muni gjörbylta skákinni verði hún tekin upp. (mbl.is 24 mars 05)

Ég sagði ykkur þetta, gæjinn á eftir að koma sér úr landi eins fljótt og hægt er, og hann er geðveikur, 'byggja nýja skák-klukku sem á eftir að gjörbylta skákinni'...verður gaman að sjá það gerast, ætli hann sé að byggja tölvuúr?, Kannski Sæmi lögga geti aðstoðað hann við þetta! Skákin þarf nú enga gjörbyltingu, þetta er nú vinsælasta sportið í heiminum í dag!!!!!! Til hamingju Íslendingar við erum búnir að ná okkur í geðsjúkling, skák-gúrú og heimsmeistara,,,jei, jey jibbí.

Hér er einn brandari í tilefni dagsins og páskanna.

Why does the Easter Bunny hide his eggs?
.
.
Because he´s so ashamed for fucking all those chickens.

Kveðja
Red
 

Góður

Var að horfa á Oprah áðan, aldrei slíku vant. Roben, fyrrverandi konan hans Mike Tyson var í þættinum. Tyson barði hana í spað á meðan þau voru saman og hún varð þunglynd og bara allur pakkinn, hágrátandi. Oprah þakkaði henni rosalega mikið fyrir að koma og minnti á að hún er ekki ein í þessu þar sem ein af hverjum 4 konum í bandaríkjunum er beitt líkamlegu ofbeldi af eiginmönnum sínum........Ég hefði vafalaust spurt Opruh þarna, já okay þú vilt meina að hún sé ekki ein, viltu þá meina að 1 af hverjum 4 hverjum fjórum sé lamin af manni af svipuðum styrkleika og Mike Tyson á 8. og 9. áratugnum? Ég get lofað þér því að það sem Roben lenti í var ekkert svipað og ein af hverjum fjórum er að lenda í í Bandaríkjunum, ef Tyson slær konu laust, þá er það fastar en flestir geta slegið á jörðinni....Oprah þarf aðeins að hugsa sinn gang, ekki að fíla hana um þessar mundir, frægðin er búin að stíga henni til höfuðs, held ég, enda er hún ríkasta kona í heimi.

Skemmtilegasta og áhugaverðasta í þættinum var að eftir að Roben skildi við Tyson, þá fór hún að hitta aðra menn, og eitt skiptið nældi Brad Pitt sér í hana, svo þegar þau voru búin að ríða og svona, heyrðu heldurðu ekki að það sé lamið á hurðina á fullu, 'open the fucking door, who´s with you in there', þá er Tyson kallinn mættur og ætlaði að drepa þann sem var í rúminu með henni. Brad Pitt var ekki lengi að koma sér útum gluggan á húsinu......Hefði verið ekkert smá fyndið ef Tyson hefði náð í Pitt........Verð samt að gefa Pitt nokkur prik í kladdann fyrir þetta move, höstla fyrverandi kellinguna hans Tyson, það verður ekki mikið skemmtilegra.

Ég ætla að halda áfram að fylgjast með Oprah, þvílíkt spennandi tímar framundan, fullt af góðum gestum og ég get vafalaust grátið með þeim öllum saman, ég elska nefnilega að velta mér uppúr vandamálum annarra, sérstaklega ef það viðkemur heimilisofbeldi, einelti, já og eða mitt uppáhald kynþáttafordómum.

Búum til betri heim,
og fáum börnin hennar Soffíu Hansen heim.
(hvernig fór annars með það mál? fékk hún dæturnar aldrei, síðast þegar ég vissi, þá vildu dæturnar ekki koma heim til Íslands, komnar með fínar Múslima slæður fyrir andlitið, og Soffía í Fréttunum vælandi í nýja pelsinum sínum sem Íslenska þjóðin borgaði svo skemmtilega fyrir hana til að ná dætrunum heim. Ætli dætrunum hennar hafi einhvern tímann langað til Íslands? Það er enginn sem gaf sér tíma til að spyrja að því þegar söfnunin fór af stað.)

Svona af því ég er byrjaður að tala um þjóðarsafnanir og Íslendinga þá verð ég nú að minnast á uppáhaldið mitt; Það var þegar við ákváðum að safna fyrir margra tuga milljóna króna fiðlunnar fyrir einhverja konuna hérna um árið. Hún bara varð að fá þessa fiðlu fyrir margar milljónir, og íslenska þjóðin ákvað að setja saman þjóðarsöfnun svo hún fengi þessa blessuðu fiðlu sína. Tón-sérfræðingar tjáðu sig um málið og sögðu þetta tímamót fyrir íslenskan fiðluleik.......Þvílikt bull og vitleysa, ég heyrði það frá Sérfræðingi að 1 af hverjum þúsund í heiminum heyrðu muninn á fiðluleik með fiðlu fyrir 100.000kr og fiðlu sem kostaði tugi milljóna. Fínt að kannski í mesta lagi 250 íslendingar náðu að heyra hvað þetta var ótrúleg fiðla.......en mig langar að vita hvað varð um fiðluna? Ég held að hún sé búin að selja þessa helvítis fiðlu og spili nú á eina 10.000kr með Sinfóníuhljómsveitinni og allir halda að hún sé að spila á fiðluna sem íslenska þjóðin safnaði fyrir....Verð samt að gefa fiðlu-konunni prik fyrir að hafa platað þjóðina, ekki slæm business kona sú.

Friður
Rauður

Wednesday, March 23, 2005

 

Kraftaverk

Ég er búinn að vera að drepast í bakinu núna í um 3 mánuði, alltaf með einhvern helvítis sting fyrir neðan hálsinn og ég hef alltaf verið að reyna losna við þetta með því að teygja, hanga og láta braka í bakinu...alltaf á morgnana var ég næstum fastur....en í gær gerðist dálítið.

Málið var það að ég var að spila æfingaleik í fótboltanum og í byrjun seinni hálfleiks fékk ég boltann rétt fyrir utan vítateig andstæðingana og fór eitthvað að hnoðast með hann fram og til baka, svo stoppa ég snögglega og ætlaði að snúa mér með boltann, heyrðu þá kemur 100kg rumur úr hinu liðinu og keyrir á fullum hraða beint aftan á bakið á mér, ég heyrði hvern einasta hryggjalið braka og hálsinn á mér stífna upp. Ég lá þarna eftir á vellinum og fékk aukaspyrnu en var samt ekki viss hvort ég gæti staðið upp. Svo stóð ég upp og var eitthvað frekar stífur í bakinu og hálsinum restina af leiknum en samt ágætur......svo gerðist það ótrúlega, þegar ég vaknaði í morgun var ég verkjalaus í bakinu og bara hreint eins og nýr maður, eins og ég hafi aldrei haft verk í bakinu á ævi minni...Kannski var þetta kraftaverk, who knows.

Kannski þetta sé leiðin úr öllum meiðslum, bara fá einhvern 100kg + til að hlaupa á fullum hraða á mann. Gott stuff, og læknisfræðinni fleytir fram.

Friður
Rauður

Monday, March 21, 2005

 

Skorari

Var ekki að skora mörg prik í kvöld. Sagði þuriði að hún væri ekki ósvipuð Guðfinnu Einarsdóttir, 108 ára Íslendingnum okkar, ef Þuríður væri 108 ára. Frekar fyndið að mér fannst. Hér er linkur á Guðfinnu, ég er stoltur af henni; Keep on living; http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1130437

Kveðja
Rauður

Sunday, March 20, 2005

 

Dr.Gunzo

Helgin að klárast og ég búinn með 15 blaðsíður í ritgerðinni minni, og það sem er merkilegt við þessa helgi er að ég fékk mér ekki einn bjór. Líklegast fyrsta helgin í u.þ.b. 2 ár sem ég fæ mér ekki bjór (skömm að hugsa um það). Í staðinn drakk ég endalaust af Starbucks kaffi og þegar ég var kominn með nóg af því að skrifa ritgerðina um klukkan 2.00 um nóttina, þá var nátturulega ekki séns fyrir mig að sofna.
Í svefnleysinu ákvað ég að grúska í bréfum og bókum sem ég fékk mér af bókasafninu um daginn eftir Dr. Hunter S. Thompson, sem skaut sig í hausinn um daginn og var aðal-sögu hetjan og höfundur Fear and Loathing in Las Vegas með Johnny Depp....Ég gjörsamlega festist í þessu og þvílíkur snillingur sem maðurinn var, ég sofnaði ekki fyrr en þegar langt var liðið á morgun og sólin meira segja komin upp...ég mæli með að lesa um og efni eftir Thompson, ekkert smá fyndinn character og vitleysingur.....Einnig mæli ég með Fear and Loathing in Las Vegas, algjör snilldarmynd um þennan mann og sýnir vitleysuna í kringum hann,,uppáhaldsatriðið mitt úr myndinni er þegar hann vaknaði með krókódíla eða eðluskottið límt við sig á hótelherberginu og herbergið fullt af vatni,,,hringekju atriðið er líka helvíti eftirminnilegt.....Þessa mynd verður samt að horfa á með opnum huga og ekki dæma eitt né neitt, bara fygjast með vitleysunni.

Peace
Red

Saturday, March 19, 2005

 

life sucks

Þessi dagur er búinn að vera beyond leiðinlegur. Laugardagur, rigning úti, ég vaknaði klukkan 6.00 til að byrja að gera 30 blaðsíðna ritgerð sem ég á að skila á mánudaginn (hélt ég ætti að skila henni viku seinna). Kl. 10 byrjaði Gonzaga leikurinn í 32 liða úrslitum og við vorum yfir allan leikinn, meira segja 13 stigum þegar 10 mínútur voru eftir og endum svo með að tapa leiknum með 2 stigum (þvííkur niðurgangur og skita). Átti að spila æfingaleik í fótboltanum kl. 15.00 en viti menn, leiknum frestað. Þannig að eina sem ég get gert er að halda áfram með helvítis ritgerðina....Eina sem er fyndið í dag er að Laubbi og Siggi Flosa eru að fara saman í skemmtiferðasiglingu um Karabíska hafið, þau ætluðu að fara 4 saman, en 2 hættu við, þannig að þeir verða tveir saman í Skemmtiferðasiglingu í viku. Þeir verða pottþétt komnir í einhverja homma-orgíu þarna á skipinu. Ég held það verði ekki meira gay en 2 saman á skemmtiferðaskipi...gaman að þessu. Peace, Red
 

Ríkisborgarréttur

Íslenskur Ríkisborgararéttur

Bobby Fischer að fá Íslenskan ríkisborgararétt og allir ógeðslega ánægðir!!!!!! Af hverju í andskotanum erum við að gefa Bandarískum geðsjúklingi og glæpamanni Íslenskan ríkisborgararétt? Er ég eitthvað klikkaður eða, finnst engum öðrum þetta athugavert eða skrítið?,,,jú okay, hann er ógeðslega góður að tefla!!!!!!!, hvað í andskotanum græðum við á því? Erum við bara að eyða peningum og tíma frá ríkinu, þar af leiðandi okkur sjálfum til að bjarga einhverjum skák-klikkhausi úr fangelsi í japan vegna þess að hann er besti vinur hans Sæma Rokk.......annað hvort er ég orðinn klikkaður, eða fólk á Íslandi er bara orðið snarruglað að láta svona vitleysu ganga eftir......

Af hverju að stoppa þarna, væri ekki flott að ná fleiri erlendum glæpamönnum til landsins, ég veit að kellingarnar á okkar ástkæra landi væru ekki lengi að leggjast undir eldheita glæpamenn sem gætu hugsanlega lamið eða drepið þær, er ekki kvenna-athvarfið alltaf að stækka og verða betur og betur mannað.´
Við Íslendingar erum að verða snillingar í að flytja tilgangslausa íþróttamenn til landsins, fyrst Rúnar Alexanderson, Rússneska fimleikatröllið okkar sem hirðir 90% af Íþróttasjóði Íslendinga (ÍSÍ). Ívar Webster í körfunni, Durandona í handboltanum, Heimir Porca í fótboltanum, Og svo núna Bobby Fischer.Erum við Íslendingar búnir að gefast upp? Jú við urðum heimsmeistarar í brids hérna um árið og einhvern tímann var Íþróttaálfurinn okkar hann Maggi Scheving þriðji í Þolfimi. Vala Flosa var líka rosalega góð í stangarstökki þegar 4 aðrar konur í heiminum stunduðu íþróttina. Einar Vilhjálms var líka sterkur á sínum tima en notaði ávallt afsökunina, (sem ég hef örugglega heyrt Laubba segja milljón sinnum), 'ja þetta gekk alveg ágætlega, en vandamálið er bara að brautin hentaði ekki örvhentum kösturum'.

Það sem ég var alltaf stoltur af og eini íþróttamaðurinn sem við höfum átt sem var virkilega bestur í heimi var Magnús Ver Magnússon og Jón Páll, þetta voru kallar sem lögðu allt í sölurnar og endurspegluðu íslenska baráttu-andann....þetta voru menn sem fóru 'back to their roots', aftur til Víkingatímans og öskruðu, átu og lyftu steinhellum, trjám, drógu skip, hlupu í ísköldu vatni með tunnur og drógu vörubíla...þetta voru íþróttamenn sem lögðu allt á línuna og meira en það........Svo erum við að hvetja einhvern Rússneskan fimleika-strák sem er góður að sveifla sér á gervihesti. Ég bara skil ekki markmiðið, stoltið eða ávinningin á svona vitleysu..Því miður er ég enn íslendingur og verð því að bjóða Fischer velkominn á klakann og vona að hann flýji ekki land fljótlega. Ég gef honum einn vetur, hann verður orðinn þunglyndur af kuldanum, flytur til Spánar með íslenska vegabréfið, hlýtur tax-benefits frá Íslandi, og borgar aldrei krónu til þjóðarinnar, en heldur líklegast góðu sambandi við Sæma Löggu í gegnum bréfaskriftir og e-mail, sem við eigum eftir að lesa reglulega í DV og Fréttablaðinu. Svo kemur líklegast líka 1-2 viðtöl við Sæma um hvernig Bobby hafi það á spáni í Séð og Heyrt...

Ísland fyrir Íslendinga, ÓLÉRauður skrifar um pólitík.

Friday, March 18, 2005

 

Vikuvillt

Eina sem er að frétta er að ég ruglaðist eitthvað í ríminu, ég hélt ég myndi ekki byrja í lokaprófum í 2 credita tímunum mínum fyrr en síðustu vikuna í mars en í gær komst ég svo skemmtilega að því að ég á að fara í 3 próf í næstu viku og þarf að skila tveimu risa-verkefnum,,nú kemur sér sko rosalega vel að hafa tekið 10 daga í ruglið og í Vegas.

Einnig var St.Patricks day í dag og allir voða sætir í einhverju grænu og allt voða gaman, bjórinn á Jack ´n Dan´s er grænn í kvöld og allir Ameríkanar sem vita ekki hverjir í andskotanum afar þeirra eða ömmur voru, fagna því að þeir halda að forfeður þeirra hafa verið Írskir...allt ákaflega þjóðlegt.....Konan í bankanum lét mig fá grænan límmiða til að líma á brjóstaskálina mína, ég héllt ekki, enda hef ég aldrei skilið þessa Íra vitleysu....

Ég aftur á móti tek ekki þátt í þessari vitleysu enda enn með ógeð á bjór. Tímanum mínum var frestað í kvöld, prófessorinn kom með bjór og pizzu í tímann og setti Gonzaga körfubolta-leikinn á risaskjá í stað þess að halda fyrirlestur um Strategic Change. En Gonzaga liðið spilaði fyrsta leikinn sinn í úrslitakeppni NCAA í kvöld, leikurinn var dálítið spennandi en svo unnum við með 10 stigum. Komnir í 32 liða úrslit og mætum Texas Tech á laugardaginn......Verð samt að gefa kennaranum prik fyrir þetta move, ef hann hefði byrjað að halda fyrirlestur hefði líklegast 80% af bekknum hvort sem labbað út eftir 30 mín, til að ná seinni hálf-leiknum...,,,,ég fékk mér ekki bjór, en nokkrar pizzur í staðinn, verð líklegast hundleiðinlegur að læra næstu sólarhringa, en gef mér pottþétt tíma á laugardaginn í leikinn, enda orðinn mikill fan.

Bróðir minn hann Bjarki var að ljúka Jesus Christ Superstar sýningum sínum í Hagaskóla, hann lék Jesús og stóð sig víst alveg eins og hetja, ég kaupi DVD diskinn þegar hann kemur út.

Einnig verð ég að óska Kára til hamingju með að vera valinn í landsliðið, strákurinn að standa sig vel, nú eru æfingarnar frá Gonzaga loksins að skila sér. Einnig var Bóbó valinn aftur í landsliðið loksins og kominn tími til að þessar landsliðsþjálfara steikur (ef ég að að vera algjört fótboltanörd) fóru að velja að einhverju viti. Indriði er líka áfram í hópnum og er það gott mál. Loksins eru þeir farnir að Hætta að velja Marel, Kristján Orrra, og þessa kettlinga sem voru í einhverri permanent áskrift hjá þjálfurunum.
Peace,
Rauður

Wednesday, March 16, 2005

 

Duran Duran, í stuði, eins mikið 80´s litir og það verður. Bleik-fjólublátt..og Simon í stuði að syngja Come Undone
Posted by Hello
 

Megas..Vegas..

Nu er officially mestu rugl viku lifs mins lokid, og liklegast sidasta spring brakinu..Petur er buinn ad stimpla sig heim, og lifid tekid aftur vid. Og eg aetla ekki ad detta i tad oftar a aevinni. Vid komumst ad tvi a fjorda degi ad vid erum ordnir of gamlir fyrir tessa vitleysu.

Vid fraendurnir breyttum ekkert utaf vananum og tokum Vegas med stael, og svona eftir a tad voru tessir fjorir dagar og naetur eins og einn dagur. Eg aetla ekki ad kikja a heimabankann a naestu vikum.

Nokkrir punktar til ad muna ur ferdinni, to margt se frekar oljost..

1. Tad er ekki cool ad vera bannad ad panta afengi i Vegas,,,,tvo daga i rod.
2. Tegar madur er kominn uppa tak a Cesar Palace klukkan 5 um morguninn dansandi vid einhvern japanskan homma i Hawaii skyrtu og vini hans,, ta er timi til ad fara heim,,en ekki inna annad hotel til ad gambla.
3. Vodka i Redbull virkar eins og kokain, tegar tu ert buinn ad fa ter yfir 20 slika a einum solarhring----og tegar 5 mismunandi okunnugar manneskjur bjoda ter kokain klukkan 6.00 um morguninn, ta er kominn timi til ad fara sofa.
4. Strippstadir...
5. Helviti gott ad hringja nidur i lobby daginn eftir ad hafa pantad mynd i gegnum pay per view, og spyrja hvada mynd madur hafi pantad, og fa ad vita ad myndin heti "fuck my wife please"
6. Hringja i bankann sinn klukkan 6.00am i Vegas vegna tess ad creditkortid bara hreinlega virkar ekki lengur, veit ekki a gott.
7. Tegar tu er raudhaerdur i 30 stiga hita og ekki sky a himni, og tu liggur med bjor a sundlaugarbakkanum, ta er snidugt ad nota solarvorn
8. Petur og mexicanskar konur....
9. Nascar race og folkid i kringum tad er fokking ogedslegt, white trash daudans.
10. Tad sem gerist i Vegas, stays in Vegas....er bullshit, tvi tetta fer allt saman a netid.

Tetta eru semsagt nokkrir punktar til ad summariza ferdina okkar.
Thuridur sagdi ad vid vaerum eins og tveir draugar, tegar hun nadi i okkur a flugvollinn.....

Veit ekkert hvad er ad gerast i heiminum enda ekki buinn ad fara a netid i um viku....., nema eg er a leidinni i rett i 2 skiptid a 3 arum. Alltaf i kasti vid login, verd ordinn utlagi adur en langt um lidur.

Spiladi ad visu 90 minutna fotboltaleik i gaer, var ogedslega lelegur i fyrri halfleik, enda var eg ad svitna ut restinni af afenginu, svo i seinni halfleik komst eg i stud og let eins og eg hefdi aldrei farid til Vegas.
Peace,
Raudur

Sunday, March 06, 2005

 

Duran

Duran Duran tónleikarnir voru í gær og var ég búinn að bíða lengi eftir þessum tónleikum, enda alltaf verið Duran Duran fan, frá því ég var lítill patty og heyrði Wild Boys í fyrsta skipti...ég, Pétur frændi, og Þuríður tókum daginn hátiðlega, fengum okkur fyrsta bjórinn um hádegis-bilið og svo chilluðum við í sólinni allan daginn, grilluðum og röltum svo í bæinn á bar í pre-show party og svo á sjálfa tónleikana....
Og til að gera langa sögu stutta þá voru tónleikarnir fokking ótrúlegir, langbestu tónleikar sem ég hef farið á á ævi minni, keyptum okkur Duran Duran boli, með sítt að aftan. Þeir spiluðu öll gömlu góðu lögin sín, plús nokkur ný og stemningin var ótruleg, klappaðir 2svar upp og spiluðu þrjú aukalög, og þar á meðal 'Rio'.. Önnur snilldarlög eins og WIld BOys, Hungry Like a Wolf, Come Undone, Ordinary World, Notorious, Girls on Film, og fleiri voru að sjálfsögðu í prógramminum.....ég mæli með Duran Duran fyrir alla tónlistaáhangendur, sá að þeir spila á Hróarskeldu næsta sumar og það eitt og sér væri nóg fyrir mig til að fara á hátiðina..

Annars er stanzlaust party hérna núna, spring brake byrjað, Pétur mættur og Gonzaga að spila í kvöld.....svo Vegas á þriðjudaginn....., ætla fá Petur til að giftast einhverrri strippara stelpu þarna niðurfrá.

Kveðja
Le Bon

Friday, March 04, 2005

 

Party in the front

Fór í klippingu í dag, sem er ekki merkilegt, nema að ég ákvað að biðja stelpuna um að halda því 'long in the back',,klipparinn minn spurði hvort ég væri virkilega að biðja um Mullet,,,'no' sagði ég, 'I only want it long in the back, short in the front, so I can party and take care of business at the same time'....

Ég er semsagt kominn með Mullet, fyrir Duran Duran tónleikana á Laugardaginn..ég spyr ykkur fótboltafíflin þarna úti:
Hvað er öðruvísi við að fá sér Mullet fyrir tónleika hjá stærsta 80´s bandi heimsins,,,og að fá sér ManUtd, eða Liverpool peysu og fara í henni á völlinn.?
Ég held að ég hafi aldrei keypt mér fótboltapeysu síðan ég var 12 ára á Mallorca og þar af leiðandi fer ég núna með Mullett á Duran Duran með góðri samvisku...

Var samt að detta í hug að taka blaðamanna-passann sem ég og Kári mixuðum fyrir Violent Femmes tónleikana í hitti-fyrra. Við ákváðum að feika blaðamanna-passa til að fá að taka viðtal við Violent Femmes og þóttumst vera frá tónlistartímariti frá Íslandi, LOWNOTES, þurftum að tala við the band manager og allt saman, þvílik vitleysa, endaði með því að við fengum ekki að taka viðtal við bandið en fengum að fara inná tónleikana....Það fyndasta í þessu var að Kári var með risa-stóra svarthvíta ljósmyndavél um hálsinn og með einhver Woody Allen gleraugu sem voru ekki með neinu gleri í, bara umgjörðin...ha ha,...og ég var með blá Elvis gleraugu og með kassettu-upptökutæki frá 1980...og svo var fólk bara að tala við okkur alvarlega eins og við værum blaðamenn frá Íslandi.....ógeðslega fyndið...(ég pósta myndir af þessu núna fljótlega, ég þarf bara að skanna þetta inn, við tókum nefnilega enga á Digital)

Væri flott ef ég næði viðtali við Simon LeBon, eða Andy Taylor, fannst þeir alltaf bestir...

Afmæli í kvöld hjá McCarthy, strákurinn er 24 ára, einhver vitleysa plönuð hjá Tucker,,,enda eru þeir búnir að búa saman núna í 5 ár, þeir eru orðin nokkur-konar hjón, McCarthy bjó meira segja með Tucker og kærustunni hans í heilt ár, ég held að þeir eigi eftir að búa saman alla ævi.

I-pod notendur: Mæli með, Laginu 'Bedroom Toys' af nýju plötu Duran Duran, Astronaut.,,þó ég sé á móti því að downloada einstaka lög, downloadadu bara diskinn, hann er ágætur

Roger og Nick

Thursday, March 03, 2005

 

Peturinn a leidinni

Petur kemur til hofudborgar-sidmenningarinnar "SPOKANE" 'a morgun. Duran Duran a laugardaginn og svo Vegas a tridjudaginn. Eg er buinn ad vera vinna i ad bua til Program a medan hann er herna..vill ekki posta tad upp tvi hann getur lesid tad.

Fraendurnir ad fara saman til Vegas, tad verdur eitthvad. Okkur er bannad ad fara og skemmta okkur saman a Sudurlandi a Islandi, ef annar okkar aetlar yfir hellisheidina ta verdur hinn ad gjora svo vel ad vera heima eda fara Hvalfjordinn, tetta er loford sem vid erum bunir ad gefa foreldrum okkar, ommu og afa og systkynum + kaerustu. Tar sem sidustu trjar ferdir okkar hafa allar annad hvort endad a sjukrahusi, tannlaekna-husi, logreglustod, stokki ur flugvel, logreglubil, gistiheimili a Hellu....en tad besta vid tetta er ad allar hafa tessar ferdir endad a Hotel Selfossi to vid hofum ekki einu sinni bokad okkur herbergi tar....Hotel Selfoss hefur graett samtals um 50.000 kr a okkur, to vid hofum samtals adeins verid tar um 6 klukkustundir en samt tvaer naetur tjekkad tvisvar inn og tvisvar ut....Plus tennan kostnad ta hefur Islenska rikid graett rumlega 500.000kr a tessum ferdum okkar og eg og Petur samtals minus 500.000kr, godur business.

Nuna erum vid ad fara til Vegas i 4 daga og borgum MGM Grand minna en vid hofum borgad til Hotel Selfoss fyrir 6 klst. Hvar er rettlaetid i tvi.

Hlustadi a Jet diskinn i gaerkvoldi: Teir eru eitthvad gummi-toffara legir, ogedslega leidinlegt vaemna lagid, Oh look what you've done, you've made a fool of....en a sama moti finnst mer "Are you gonna be my girl" gott lag...myndi samt ekki kaupa diskinn, skrifa'nn.

College Dropout diskurinn med Kanye West er ad koma adeins sterkari inn, er ekki sammala honum i textunum sinum, en tad er gott beat i honum. (madur er ordinn svoddann tonlistarguru) en madur verdur ad gefa svertingjunum credit tegar teir i fyrsta lagi rappa tannig ad madur skilji hvad teir eru ad segja, i odru lagi tegar teir syngja ekki um skotbardaga og hversu miklir toffarar teir seu, og i tridja lagi tegar teir vaela ekki um ad vera svartir i odru hverju ordi...
Peace nigga

This page is powered by Blogger. Isn't yours?